Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Græn lán kynnt til sögunnar á næstu vikum hjá Byggðastofnun
Fréttir 9. maí 2019

Græn lán kynnt til sögunnar á næstu vikum hjá Byggðastofnun

Starfsemi Byggðastofnunar gekk mjög vel á liðnu ári og skilaði góðum afgangi. Verkefnum stofnunarinnar hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár og starfsemin aukist að umfangi í samræmi við það. 

Þetta kom fram í máli Aðalsteins Þorsteinssonar, forstjóra Byggðastofnunar, á ársfundi sem haldinn var á Siglufirði á dögunum. Hann sagði sveiflur í útlánastarfsemi haldast í hendur við umsvif í atvinnulífi landsbyggðanna sem henni er ætlað að þjóna. Hann kynnti til sögunnar svokölluð „Græn lán“ sem er nýr flokkur útlána á hagstæðum kjörum með það að meginmarkmiði að styðja við verkefni tengd nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa og bætta orkunýtingu. Þessi lánaflokkur verður kynntur betur á næstu vikum.

Árni Freyr Stefánsson, sérfræðingur í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, kynnti nýja stefnumótun um kerfi almenningssamgangna fyrir allt landið þar sem leitast er við að skilgreina almenningssamgöngur sem eitt samþætt leiðakerfi fyrir flug, ferjur og almenningsvagna á öllu landinu.  Vífill Karlsson, dósent og atvinnuráðgjafi, og Margrét Björk Björnsdóttir, forstöðumaður Markaðsstofu Vesturlands, kynntu niðurstöður fyrirtækjakönnunar um stöðu og væntingar fyrirtækja í landsbyggðunum, og Hilmar Janusson, forstjóri Genís á Siglufirði, velti fyrir sér spurningunni um það hvort verðmætasköpun á landsbyggðunum lyti öðrum lögmálum en á höfuðborgar-svæðinu. 

Íslensk þátttaka í verkefnum Norðurslóðaáætlunar

Að lokum voru kynnt þrjú verkefni með íslenskri þátttöku í Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins.  Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, kynnti verkefnið SmartFish sem er samstarfsverkefni Norður-Írlands, Finnlands og Íslands, um þróun og hagnýtingu snjallstrikamiða sem  tryggja rekjanleika og vöktun matvæla frá framleiðanda til neytanda.  

Hildigunnur Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri á Sjúkrahúsinu á Akureyri, kynnti verkefnið Making it Work, sem er samstarfsverkefni Skotlands, Svíþjóðar, Kanada, Noregs og Íslands. Samstarfið fólst m.a í því að þróa og hanna líkan sem nýtist við að takast á við áskoranir sem felast í því að ráða og halda í sérhæft heilbrigðisstarfsfólk í dreifbýli.  Að lokum kynnti Sveinbjörg Pétursdóttir, atvinnuráðgjafi hjá SSNV, verkefnið Digi2Market. 

Auk Íslands eru þátttakendur frá Írlandi, Finnlandi og Norður-Írlandi. Meginmarkmið verkefnisins er að þróa stafrænan markaðs- og söluhugbúnað fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki.

Ný stjórn

Á fundinum kynnti ráðherra stjórn Byggðastofnunar 2019–2020.  Stjórnarformaður verður Magnús B. Jónsson, Skagaströnd.  Aðrir stjórnarmenn eru þau Sigríður Jóhannesdóttir, Svalbarðshreppi, Gunnar Þorgeirsson, Grímsnes- og Grafningshreppi, Halldóra Kristín Hauksdóttir, Akureyri, Karl Björnsson, Reykjavík, María Hjálmarsdóttir, Eskifirði og Gunnar Þór Sigbjörnsson, Egilsstöðum.

Skylt efni: Byggðastofnun

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...