Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Grisjunarviður á 40 flutningabíla
Mynd / Pétur Halldórsson
Fréttir 19. nóvember 2015

Grisjunarviður á 40 flutningabíla

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Alls verða fluttir um eða yfir 1.500 rúmmetrar af grisjunarviði úr norðlenskum skógum suður á Grundartanga. 
 
Flutningar hófust í liðinni viku, en aka þarf hátt í 40 ferðir með fulllestaða bíla til að koma öllu timbrinu til kaupanda, Elkem á Grundartanga.
 
Timbrið sem verið er að aka af Norðurlandi þessa dagana er að langmestu leyti afrakstur vélgrisjunar í skógum Fnjóskadals og í Ljósavatnsskarði. Yngsti reiturinn sem grisjaður var er á Vöglum á Þelamörk þar sem gróðursett var árið 1982. Annars eru þetta reitir frá árabilinu 1960–1970. Reitina grisjuðu þeir Kristján Már Magnússon skógverktaki og Óskar Einarsson, skógvélamaður hjá fyrirtækinu 7,9,13. Luku þeir verkinu í byrjun september.
 
Góður afrakstur
 
Rúnar Ísleifsson skógarvörður segir í frétt á vef Skógræktar ríkisins að í Þórðarstaðaskógi hafi verið grisjaðir um 370 rúmmetrar, stafafura, síberíulerki og rauðgreni. Í Sigríðarstaðaskógi hafi nánast eingöngu verið grisjuð stafafura sem gaf um 200 rúmmetra og úr Vaglaskógi komu 280 rúmmetrar með grisjun stafafuru og lerkis ásamt svolitlu af rauðgreni. Þá var einnig grisjað töluvert á Vöglum á Þelamörk, þar sem fengust 340 rúmmetrar, aðallega af stafafuru en einnig lerki og örlítið af ösp. Alls eru þetta um 1.200 rúmmetrar. Myndarleg stæða af sverum bolum stendur líka eftir við starfsstöð Skógræktarinnar á Vöglum í Fnjóskadal. Bolirnir verða flettir í borð og planka í nýrri sög sem keypt hefur verið til stöðvarinnar.
 
Um 80 rúmmetrar úr skógum bænda
 
Auk skóga Skógræktar ríkisins var vélgrisjað í skógum skógarbænda, um 80 rúmmetrar, og reitum Skógræktarfélags Eyfirðinga, bæði í Kjarna­skógi og á Miðháls­stöðum í Öxnadal. Að sögn Ingólfs Jóhannssonar, framkvæmdastjóra félagsins, voru afgreiddir um þrjú hundruð rúmmetrar kurlviðar til Elkem en einnig var talsvert tekið frá af myndarlegum bolum sem flettir verða og unnir í smíðavið. Í sumar voru smíðaðir lágir ljósastaurar úr lerkibolum frá félaginu og settir upp við nýjan útivistarstíg meðfram Drottningarbraut á Akureyri og einnig voru seld bök í fallega girðingu við Síðuskóla á Akureyri. Ingólfur segir að sífellt meira sé spurt um íslenskt hráefni til smíða ýmiss konar. 
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...