Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Skjáskot af kynningu Völu Pálsdóttur þar sem hún útskýrir grunnþætti Matvælastefnunnar.
Skjáskot af kynningu Völu Pálsdóttur þar sem hún útskýrir grunnþætti Matvælastefnunnar.
Mynd / Skjáskot
Fréttir 10. desember 2020

Grunnþættir Matvælastefnu: verðmætasköpun, neytendur, ásýnd og öryggi, umhverfið og lýðheilsa

Höfundur: smh

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, stóðu í morgun að kynningu á Matvælastefnu fyrir Ísland.

Þetta er í fyrsta sinn sem mörkuð er matvælastefna fyrir Ísland og mun hún ná til ársins 2030. Markmið hennar er að tryggja aðgengi að góðum mat, auka heilbrigði þjóðarinnar í sátt við umhverfi og náttúru og leggja grunninn að meiri verðmætasköpun í matvælaframleiðslu hér á landi.

Við mótun matvælastefnunnar voru fimm lykilþættir hafðir að leiðarljósi: Verðmætasköpun, neytendur, ásýnd og öryggi, umhverfið og lýðheilsa.

Í matvælastefnunni er sett fram aðgerðabundin áætlun undir lykilþáttum matvælastefnunnar, sem miðar að því að mæta áskorunum framtíðarinnar. Aðgerðaráætlunin verður endurskoðuð að fimm árum liðnum.

Aðgerðaráætlunin fer hér að neðan en Matvælastefnuna má í heild sinni nálgast á vef Stjórnarráðs Íslands.

Verðmætasköpun

  1. Opinbert eftirlitskerfi tengt matvælum verði endurskoðað með heildstæðum hætti.

Markmið: Auka skilvirkni og sanngirni í regluverki og eftirliti, draga úr kostnaði og skörun verkefna á milli eftirlitsaðila, hlúa betur að öryggi neytenda og ýta undir nýsköpun framleiðenda. Eftirlit með matvælum og starfsleyfum fyrirtækja sem starfa í matvælaiðnaði er á margra höndum, m.a. hjá Matvælastofnun, Umhverfis­ stofnun og heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga. Nauðsynlegt er að yfirfara og samræma regluverk og eftirlit auk þess að tryggja að verkaskipting sé skýr. Jafnframt þarf að tryggja að sami aðili sjái ekki um innleiðingu reglu­ verks, rannsókn meintra brota og ákvarði refsingu byggða á eigin rannsókn.

  1. Nærsamfélags-neysla sem og vöru- og þjónustuþróun verði efld með svæðisbundnum aðgerðum

Markmið: Fjármagn verði tryggt í svæðisbundnar aðgerðir sem styrkja nærsamfélags­neyslu og vöru­ og þjónustuþróun í þeim tilgangi að skila auknum virðisauka til heimamanna.

  1. Rekstrarumhverfi matarfrumkvöðla og smáframleiðanda matvæla verði einfaldað.

Markmið: Starfsumhverfi matarfrumkvöðla og smáframleiðanda verði einfaldað og gripið til aðgerða til að auka nýsköpun og vöruþróun í matvælaiðnaði.

  1. Hvatar gildandi búvörusamninga verði endurskoðaðir.

Markmið: Tryggja að búvörusamningar geti með öflugari hætti ýtt undir verðmætasköpun, fjölþætta fram­ leiðslu og nýja framleiðsluhætti í landbúnaði. Endurskoðun verður grundvölluð á landbúnaðarstefnu stjórn­ valda sem er aðgerð nr. 7. Til undirbúnings endurskoðuninni verður unnin ítarleg greining á hvötunum.

  1. Jafnt aðgengi að orku verði tryggt um allt land og kostnaður á dreifingu raforku í þéttbýli og dreifbýli verður jafnaður.

Markmið: Raforka og aðgengi að raforku er ein af grunnstoðum nútíma atvinnulífs. Orkan er hreyfiafl fjölbreyttrar atvinnustarfsemi og jafn aðgangur á samkeppnishæfu verði getur stuðlað að jafnræði og frelsi til athafna.

  1. Stuðningur ríkisins við matvælarannsóknir í samstarfi við hagaðila verði metinn.

Markmið: Ávinningur af stofnun Matvælasjóðs og þjónustusamnings við Matís verði metinn til að tryggja að stuðningur stuðli að aukinni verðmætasköpun í samræmi við áherslur Matvælastefnu.

  1. Þingsályktun um landbúnaðarstefnu til lengri tíma verði lögð fyrir Alþingi.

Markmið: Tækifæri til að endurskoða landbúnaðarkerfið frá grunni og stuðla að frekari sátt um framtíð íslensks landbúnaðar. Skýr landbúnaðarstefna til langrar framtíðar er hagur allra; bænda, neytenda, smásöluaðila, fram­ leiðenda og stjórnvalda.

  1. Íslensk matvælaframleiðsla borin saman við helstu samkeppnislönd.

Markmið: Greina sérstöðu íslenskra matvælaframleiðenda. Meðal annars verður litið til lyfja­, varnarefna­ og hormónanotkunar, vatns­, orku­ og áburðarnotkunar, erfðaauðlinda, líffræðilegs fjölbreytileika, hlutfalls grasfóðrunar búfjár og annarra sérkenna íslenskrar matvælaframleiðslu.

  1. Komið verði á fót samtengdu rekjanleikakerfi gegnum alla virðiskeðju matvæla, frá auðlind til neytenda.

Markmið: Auka gagnsæi og aðgang framleiðenda, neytenda og eftirlitsaðila að upplýsingum. Ráðuneytið tryggi að regluverk styðji við innleiðingu samtengds rekjanleikakerfis.

  1. Stuðningur verði aukinn við fagfólk í matvælatengdum greinum til að kynna íslenskt hráefni og þekkingu á alþjóðlegum vettvangi.

Markmið: Efla matarmenningu, vöruþróun innanlands og eftirspurn eftir íslensku hráefni erlendis. Tryggja þarf áframhaldandi fjárhagsstuðning.

  1. Rannsóknir á lífhagkerfi Íslands verði kortlagðar og efldar.

Markmið: Með meiri þekkingu á lífhagkerfinu má leita leiða til að auka samlegðarárhrif og efla sjálfbæra nýtingu auðlinda, bæði innan opinbera geirans og einkageirans. Opinber framlög til grunnrannsókna í sjávarútvegi verða efld og aukin.

  1. Mælaborð um matvælaframleiðslu og afleidd störf.

Markmið: Betri gagnaöflun og upplýsingar geta nýst til að meta þróun samkeppnishæfni, s. s. framboð afurða, stærð markaða og afkomu greinarinnar.

Neytendur

  1. Betri merkingar á matvælum.

Markmið: Merkingar tryggi aðgengi neytenda að réttum upplýsingum um uppruna, framleiðsluhætti og umhverfisáhrif matvæla. Sambærilegar kröfur gildi fyrir innlenda og innflutta framleiðslu.

  1. Settar skýrar reglur um það með hvaða hætti sé heimilt að hafa áhrif á neytendahegðun.

Markmið: Tryggja stöðu neytenda á markaði. Nauðsynlegt þykir að greina áhrif markaðssetningar mat­ væla á stöðu og hegðun neytenda með atferlishagfræðilegum aðferðum. Brýnt er að vernda neytendur fyrir blekkjandi viðskiptaháttum sem hafa áhrif á kauphegðun en falla ekki undir hina almennu neytenda­ verndarlöggjöf.

  1. Hnippingar og aðrar hvetjandi aðferðir verði nýttar til að ýta undir betri ákvarðanatöku almennings. Skipaður verður hópur innan stjórnarráðsins til ráðgjafar til tveggja ára.

Markmið: Aðgerðir stjórnvalda og stefnumótun taki mið af viðurkenndum aðferðum til að ýta undir betri ákvarðanatöku almennings og ná fram settum markmiðum.

  1. Óháð verðlagseftirlit með matvælum verði eflt, t.d. með samstarfi Hagstofu Íslands, atvinnuvega – og nýsköpunarráðuneytis og annarra.

Markmið: Auka gagnsæi og traust neytenda á gögnum um verðlagningu matvæla hér á landi.

Ásýnd og öryggi

  1. Mótuð verði fæðuöryggisstefna sem verður þáttur í þjóðaröryggisstefnu.

Markmið: Tryggja fæðuöryggi á Íslandi og að sérstök fæðuöryggisstefna með viðbragðsáætlunum liggi fyrir.

  1. Þjóðaröryggisvísar taki mið af fæðu- og matvælaöryggi, s. s. birgðastöðu matar og vatns, viðbragðsáætlunum og fleiru.

Markmið: Haldið sé utan um birgðahald og viðbragðsáætlanir með reglubundnum hætti.

  1. Settar verði reglur um notkun á heiti landsins þegar það er nýtt til kynningar á matvælum.

Markmið: Tryggja samræmingu í kröfum til framleiðanda og annarra sem nýta heiti landsins við markaðs­ setningu.

  1. Koma á fót þverfaglegum samstarfshóp sem leggi fram verk-, kostnaðar- og fjármögnunaráætlun um ef- lingu innviða matvæla og neyslu.

Markmið: Efla innviði matvæla og neyslu, svo sem að uppfæra ÍSGEM gagnagrunninn um næringarinnihald og magn óæskilegra efna í matvælum á íslenskum markaði. Upplýsingar úr gagnasöfnum nýtist meðal annars í landskönnun á mataræði landsmanna, í alþjóðlegum samanburði á heilnæmi hráefna og við eftirlit á mat­ vælaöryggi. ÍSGEM verður jafnframt gerður notendavænni.

Lýðheilsa

  1. Unnin verður könnun á mataræði landsmanna, bæði barna og fullorðinna, með reglubundnum hætti. Könnunin verður undirbúin af þverfaglegum samstarfshóp sem leggur fram verk-, kostnaðar- og fjármög- nunaráætlun um framkvæmd könnunarinnar.

Markmið: Tryggja reglulega framkvæmd á landskönnun á mataræði. Kannanir á mataræði landsmanna hafa verið framkvæmdar með óreglubundnum hætti hingað til og þrátt fyrir vilja hefur ekki náðst að tryggja framkvæmd með reglubundnum hætti.

  1. Ráðleggingar Embættis landlæknis um mataræði taki í auknum mæli mið af sjálfbæru mataræði.

Markmið: Að við ráðleggingar sé haldið áfram á þeirri braut að leggja aukna áherslu á umhverfismál. Tekið verði tillit til þátta eins og kolefnisspors matvæla, auðlindanýtingar, framleiðsluaðferða, matarsóunar o.fl.

  1. Gerð verður úttekt á gæðum skólamáltíða í grunn- og leikskólum í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Markmið: Tryggja að börn fái hollan mat í samræmi við næringarþarfir þeirra. Samskonar gæðaúttekt verður gerð á sjúkrastofnunum og dvalarheimilum í samvinnu við rekstraraðila þeirra. Í kjölfarið verði settar fram tillögur til úrbóta svo að auka megi heilnæmi og heilsujöfnuð og draga úr sóun.

  1. Gerð verður greining á mataræði landsmanna og aðgengi að hollum mat þar sem horft verður til félagslegra þátta sem og lýðfræðiþátta.

Markmið: Á grundvelli greiningarinnar verða gerðar tillögur um leiðir, þar með talda efnahagslega hvata til að bæta lýðheilsu og ýta undir aðgengi almennings að heilnæmum matvælum sem og að draga úr neyslu óhollra matvæla. 

  1. Unnin verður forvarnaáætlun og fræðsluáætlun sem samræmist stefnu um lýðheilsu og hollustu.

Markmið: Tryggja samræmda áætlun og framkvæmd í forvörnum og fræðslu í víðtækasta skilningi forvarna.

  1. Komið verður á fót samráðsvettvangi Embættis landlæknis, menntastofnana, framleiðenda, verslana, neytenda og fleiri hagaðila.

Markmið: Tryggja aukið samráð milli helstu fagaðila um leiðir til bættrar lýðheilsu, bættra neysluvenja og hvata til framleiðslu á hollari matvöru.

Umhverfi

  1. Flokkun og endurvinnsla verði samræmd um land allt með hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins að leiðarljósi. Urðun verði takmörkuð eins og kostur er.

Markmið: Minnka sóun, auka endurvinnslu og auðvelda fólki að flokka rétt með samræmingu um allt land.

  1. Unnin verði aðgerðaráætlun um að draga úr plastnotkun í matvælaiðnaði.

Markmið: Draga úr óþarfa plastnotkun í matvælaframleiðslu og auka notkun á umhverfisvænum matvæla­ umbúðum án þess að matvælaöryggi sé ógnað.

  1. Dregið úr matarsóun í allri virðiskeðju matvæla.

Markmið: Draga úr matarsóun í samræmi við aðgerðaáætlun í loftslagsmálum, Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og aðgerðaráætlun gegn matarsóun.

  1. Nýting matvæla á markaði verði endurskoðuð.

Markmið: Draga úr matarsóun og bæta nýtingu. Regluverk um skilarétt, sölu, endurvinnslu og nýtingu matvæla til annars en manneldis verði endurskoðað.

  1. Draga úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna landbúnaðar.

Markmið: Draga úr losun vegna gróðurhúsalofttegunda vegna landbúnaðar í samræmi við aðgerðaáætlun í loftslagsmálum.

Vala Pálsdóttir, formaður verkefnisstjórnar Matvælastefnu. Mynd / smh

Dagskrá kynningarinnar var eftirfarandi:

  • Ávarp Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra
  • Ávarp Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
  • Kynning á Matvælastefnu Vala Pálsdóttir, formaður verkefnastjórnar Matvælastefnu
  • Kynning á aðgerðaráætlun

Örerindi:

  • Ólafur Elínarson, sviðsstjóri markaðsrannsókna hjá Gallup
  • Herdís Magna Gunnarsdóttir, formaður Landsambands Kúabænda
  • Gísli Matthías Auðunsson, matreiðslumaður og eigandi Slippsins í Vestmannaeyjum
  • Anna Kristín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri nýsköpunar og þróunar hjá Marel
  • Þóra Þórisdóttir, eigandi Matarbúðarinnar Nándarinnar

Vilhelm Anton Jónsson, stýrði fundinum.

Greina þörf á tæknilausnum
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir ...

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...

Stórþörungar í matvæli
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunu...

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...