Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hækkun sjávarmáls vegna bráðnunar Grænlandsjökuls
Fréttir 19. desember 2018

Hækkun sjávarmáls vegna bráðnunar Grænlandsjökuls

Höfundur: Vilmundur Hansen

Leysingavatn vegna bráðnunar Grænlandsjökuls hefur aukist mikið undanfarin ár. Bráðnun jökulsins vegna hlýnunar lofthita á jörðinni er hraðari og meiri en búist var við og hækkun sjávarmáls vegna bráðnunarinnar því meiri en búist var við.

Bráðnun Grænlandsjökuls á ári er sögð vera 50% meiri núna en fyrir daga iðnbyltingarinnar samkvæmt því sem segir í nýlegri grein í Nature. Það sem meira er að aukið magn leysingavatns frá jöklinum er nánast til komið á síðustu tveimur áratugum og er bráðnun jökulsins meiri síðustu tvo áratugina en síðustu átta aldir.

Samkvæmt grein Nature er jökullinn viðkvæmari fyrir hlýnuninni en búist hafði verið við. Borsýni sem tekin voru úr jöklinum gera vísindamönnum kleift að rannsaka bráðnun hans allt að 400 ár aftur í tímann. Samkvæmt þeimer ekki um að villast að bráðnunin hefur aukist jafnt og þétt frá dögum iðnbyltingarinnar og mikið síðustu árin.

Í greininni segir að leysingavatn frá Grænlandsjökli leggi til um 20% af hækkun sjávarmáls í heiminum í dag en með sama áframhaldi verði það um 40% um næstu aldamót. Þar segir einnig að ef ekkert verði að gert til að stöðva og draga úr hlýnun jarðar endi með því að bráðnun jökla verði það mikil að hún muni verða þess valdandi að stór landsvæði, ræktunarlönd og borgir fari undir sjávarmál. 

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...