Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hluti varnarefna sem notuð eru í matvælaiðnaði geta haft áhrif á hormónakerfi fólks.
Hluti varnarefna sem notuð eru í matvælaiðnaði geta haft áhrif á hormónakerfi fólks.
Fréttir 9. ágúst 2021

Hafa áhyggjur af leifum varnarefna

Höfundur: ehg - foodnavigator.com

Félag vistfræðinga á Spáni krefjast þess að varnarefnanotkun í matvælaiðnaði í landinu verði minnkuð um helming fyrir árið 2023 miðað við það sem nú er, sérstaklega þau sem eru mjög eitruð og ekki leyfisskyld. Þetta gáfu þeir út eftir að ný gögn sýndu mikið magn af leifum varnarefna sem fundust í matvælum á Spáni.

Skýrsla aðgerðarsinna vistfræðinga sem tóku saman gögn með umboðsskrifstofu Spánar fyrir neyslu, matvælaöryggi og næringu, sýnir að í 44,4% af grænmeti og ávöxtum fundust leifar af varnarefnum. Ákveðnir ávextir eins og jarðarber innihéldu allt að 37 mismunandi tegundir af varnarefnum, þar af 25 þeirra sem geta haft áhrif á hormónakerfi fólks.

Rúmlega 30% af leifunum eru frá varnarefnum sem hafa ekki tilskilin leyfi í Evrópusambandinu. Gögnin sýna að Spánn er, nú sem fyrr, leiðandi í sölu á varnarefnum í Evrópu árið 2019 þegar seld voru rétt rúmlega 75 þúsund tonn þar í landi.

Aðgerðaráætlun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Farm to Fork, sendi ákall árið 2020 til aðildarlanda sambandsins að minnka notkun varnarefna. Frjálsu félagasamtökin Save Bees and Farmers mæla einnig með að stefnt verði á að notkun á gervivarnarefnum verði minnkuð um 80% fyrir árið 2030 og alfarið banna notkun frá 2035 til að vernda líffræðilegan fjölbreytileika. 

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...