Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Hafa úrbeinað hangikjöt fyrir skjólstæðinga Mæðrastyrksnefndar sjö jól í röð
Fréttir 29. desember 2014

Hafa úrbeinað hangikjöt fyrir skjólstæðinga Mæðrastyrksnefndar sjö jól í röð

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Meistarafélag kjötiðnaðarmanna (MFK) hefur staðið fyrir því sjö ár í röð að útvega Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur hangikjöt og úrbeina fyrir þá sem minna mega sín í þjóðfélaginu.

Alls mættu fimmtán kjötiðnaðarmeistarar í kennslu­eldhús  hótel- og matvælagreina í Menntaskólanum í Kópavogi föstudaginn 12. desember. Þar var tekið rösklega til hendi við að úrbeina mikið magn hangikjöts sem félagarnir höfðu fengið að gjöf frá nokkrum afurðastöðum og kjötvinnslufyrirtækjum.

Það var sannarlega handagangur í öskjunni hjá meisturunum og unun að horfa á fimleg handbrögð við úrbeininguna. Ekki skemmdi fyrir að yfir hópnum var afar létt stemning eins og venjulega þegar félagarnir koma saman til að úrbeina kjöt fyrir Mæðrastyrksnefnd. Um leið og lokið var við að úrbeina var kjötinu vafið í rúllur og settar í plastpoka sem lofttæmdir voru og merktir viðkomandi framleiðslufyrirtækjum samkvæmt kúnstarinnar reglum.

Að lokinni aðgerð afhenti Halldór Jökull Ragnarsson,iformaður MFK, Ragnhildi Guðmundsdóttur, formanni Mæðrastyrksnefndar, hangikjötið. Hún þakkaði meisturunum innilega fyrir gjöfina og sagði ekki minna máli skipta það góða hugarfar kjötiðnaðarmeistaranna sem þarna lægi að baki. Sagði hún kjötið koma í góðar þarfir hjá fólki sem hefði ekki efni á slíku um jólin. Sagði Ragnhildur að þörfin væri síst minni nú en undanfarin jól og því miður virtist sér fátækt á Íslandi vera að aukast ef eitthvað væri.

Kjartan Bragason, fyrrverandi formaður MFK, sagði í samtali við tíðindamann Bændablaðsins að tilurð þessarar úrbeiningar mætti rekja til neyðarástandsins sem skapaðist í kjölfar efnahagshrunsins haustið 2008. Þá hafi þeim félögum fundist að þeir yrðu að leggja eitthvað af mörkum til að hjálpa fólki í vanda. Þá hafi komið upp sú hugmynd að reyna að fá afurðastöðvar og kjötiðnaðarfyrirtæki til að gefa hangikjöt sem félagarnir síðan úrbeinuðu og gerðu klárt til afhendingar til Mæðrastyrksnefndar.  Undirtektir fyrirtækjanna voru strax miklu betri en menn þorðu að vona og hefur þetta síðan verið árlegur viðburður. Undanfarin ár hafa þeir góðfúslega fengið að nýta vel búið kennslueldhús hótel- og matvælagreina í Menntaskólanum í Kópavogi.

Að þessu sinni gáfu sex fyrirtæki hangikjöt til úrbeiningar, bæði læri og framparta. Þetta eru Kaupfélag Skagfirðinga (KS), Sláturfélag Suðurlands (SS), Esja Gæðafæði, Kjarnafæði og Kjötsmiðjan.

Skylt efni: Matvæli

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...