Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hákarl, smörgastarta, frikadellur og surströmming
Mynd / skjáskot - vefur Nordic Food in Tourism
Fréttir 29. september 2021

Hákarl, smörgastarta, frikadellur og surströmming

Höfundur: Ritstjórn

Nordic Food in Tourism  er samstarfsverkefni átta Norðurlandaþjóða sem hafa unnið að framtíðargreiningu matvæla í ferðaþjónustu á árunum 2019-2021 og er styrkt af norrænu ráðherranefndinni. Til að kynna niðurstöður verkefnisins og dýpka skilning er efnt til ráðstefnu á Egilsstöðum 30. september.

Um 250 gestir víðsvegar að úr heiminum hafa nú þegar skráð sig en bæði er hægt að mæta á svæðið og fylgjast með úr fjarlægð í gegnum stafræna miðla.

Straumar og stefnur í norrænni matvælaframleiðslu

Á ráðstefnunni verður fjallað um strauma og stefnur sem tengjast matvælaframleiðslu, mataræði og mat í ferðaþjónustu. Rýnt verður í breytingar og tækifæri sem felast í norrænum mat, sjálfbærum lífsstíl og matarupplifunar innan ferðaþjónustu ásamt því að gestum verður að boðið að smakka góðgæti úr nærsamfélagi Austurlands.

Þótt mikið hafi verið skrifað um framtíð matvælaframleiðslu annars vegar og ferðaþjónustu hins vegar er frekar fátítt að spyrða þessar tvær atvinnugreinar saman sem órjúfanlega þræði sjálfbærrar ferðaþjónustu.

Líkt og gestirnir koma fyrirlesarar víða frá og verða því allir fyrirlestrar á ensku. Nauðsynlegt er að skrá sig á ráðstefnuna en hægt er að gera það á heimasíðu verkefnisins www.nordicfoodintourism.is

Íslenski ferðaklasinn, Matís og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið leiða verkefnið.

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...