Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Til nautgripabænda voru 268 milljónir króna til úthlutunar.
Til nautgripabænda voru 268 milljónir króna til úthlutunar.
Mynd / smh
Fréttir 7. júní 2024

Hálfur milljarður til nautgripa- og sauðfjárbænda

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matvælaráðuneytið hefur birt niðurstöður um úthlutanir vegna fjárfestingastuðnings í nautgripa- og sauðfjárrækt vegna framkvæmda á þessu ári.

Í nautgriparækt bárust 138 umsóknir, en til úthlutunar voru 268 milljónir króna sem skiptast á milli nautgripabænda. Fjárfestingastuðningur fyrir hvern framleiðanda getur að hámarki numið 40 prósentum af stofnkostnaði ef heildarkostnaður fer yfir eina milljón króna. Hver framleiðandi getur þó ekki fengið hærra framlag ár hvert en tíu prósent af árlegri heildarupphæð fjárfestingastuðningsins samkvæmt fjárlögum.

Samkvæmt umsóknum nautgripabænda nemur heildarkostnaður við fjárfestingar þeirra á þessu ári alls tæpum fimm milljörðum króna.

Í sauðfjárrækt bárust 135 umsóknir, en heildarupphæðin sem nú var til úthlutunar nam 238 milljónum króna en þar voru auknir fjármunir til ráðstöfunar samkvæmt endurskoðuðum sauðfjársamningi búvörusamninganna. Ónýttar beingreiðslur í sauðfjárrækt eru nú nýttar í fjárfestingastuðning.

Stuðningurinn getur nú numið allt að 40 prósentum af stofnkostnaði fyrir hvern framleiðanda í stað 20 prósenta áður, ef heildarkostnaður fer yfir eina milljón króna. Sömu skilyrði gilda fyrir sauðfjárbændur hvað það varðar að enginn þeirra getur fengið hærra framlag ár hvert en sem nemur tíu prósentum af árlegri heildarupphæð stuðningsins.

Samkvæmt umsóknum sauðfjárbænda nemur heildarkostnaður þeirra vegna fjárfestinga á árinu 2,2 milljörðum króna.

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...