Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Borðviður sem unninn er úr samlímdum hamptrefjum.
Borðviður sem unninn er úr samlímdum hamptrefjum.
Mynd / HempWood
Fréttir 8. nóvember 2021

Hampur notaður sem harðviður og sagður 20% sterkari en eik

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Iðnaðarhampur sem mikið var notaður á öldum áður, m.a. í kaðla- og seglagerð, hefur fengið mjög vaxandi athygli á undanförnum árum. Það eru einkum umhverfisáskoranir sem byggja á að horfið verði frá notkun kemískra efna sem unnin eru úr jarðolíu, sem ýtt hafa undir umræðuna. Nú er það nýting á hampi í við sem sagður er 20% sterkari og 100 sinnum hraðvaxnari en gamla góða eikin.

Það er þó ekki bara iðnaðarhampur sem rætt er um í þessu sambandi. Víða í ríkjum Bandaríkjanna er orðið heimilt að rækta lyfjahamp, en hliðarafurð þeirrar framleiðslu eru stilkar jurtarinnar sem hafa mikinn vaxtarhraða. Jafnvel er farið að tala um að hampur kunni að verða arftaki bómullar í fatnað.

Með einkaleyfi á HempWood

Nú þegar það er löglegt að rækta hamp í Bandaríkjunum, er verkfræðingurinn Greg Wilson, sem hefur eytt síðasta áratug í að þróa úr hampi „harðvið“, að byggja 6 milljóna dollara verksmiðju til að framleiða vöruna í massavís. Einkaleyfisvarða hugmyndin hans heitir „HempWood“, eða hampviður. Hann er gerður úr þjöppuðum hampkvoðutrefjum, sem haldið er saman með lími sem unnið er úr soja.

Byggt á reynslu á framleiðslu úr bambus og úrgangsviði

Greg Wilson er eigandi HempWood. Hann var líka brautryðjandi í bambus­gólfefnaiðnaðinum áður en hann beindi sjónum sínum að hampi. Fyrirtækið notar tækni sem er þekkt í kínverskum bambusiðnaði, auk tækni sem þróuð var hjá SmartOak Pty Ltd í Tasmaníu, öðru fyrirtæki í eigu Greg Wilsons, sem starfar undir regnhlífarfyrirtækinu Hardlam. Það framleiðir samlímdar pressaðar viðarvörur með því að nota úrgangstimbur sem annars fer í viðarkurl. Þar er líka framleitt gólfparket og veggklæðning undir heitinu TasOAK. Wilson hefur komið víða við og starfað m.a. í Kína, Evrópu og Ástralíu.

Greg Wilson, hugmyndasmiðurinn og eigandi HempWood.
Hampviður 20 prósent harðara en eik og vex 100 sinnum hraðar

Þó að það gæti hljómað eins og einhver nýmótuð útgáfa af spónaplötum, er það alls ekki raunin. Þessi hampviður lítur nefnilega út ekki ósvipað eik, en er í raun 20 prósent harðara en það fræga harðviðartré. Hampurinn vex líka 100 sinnum hraðar en eikin. Það tekur eikartré að minnsta kosti 6 áratugi að þroskast til að nýtast í timbur, en hampurinn nær fullum þroska á vel innan við 6 mánuðum.

Fyrirtækið HempWood segir að afurðir þess verði orðnar samkeppnishæfar við ameríska eik þegar á þessu ári. Sagt er að verið sé að vinna að sölu framleiðsluleyfa í Evrópu, Kanada og í Ástralíu. Fyrirtækið verður með höfuðstöðvar í Kentucky, þar sem nú þegar er verið að rækta meira en 40.000 hektara af hampi. HempWood verður m.a. hægt að nota til að búa til viðarbita, gólfefni, skurðbretti og hjólabretti, á mun lægra verði, að sögn stjórnenda fyrirtækisins, en hlutir sem unnir eru úr eik.

Minnkar álag á eikarskóga

Nýting á hampi sem staðgengilsefni fyrir eik þykja góðar fréttir fyrir eikartré. Þau eru meðal þeirra trjáa sem eru í útrýmingarhættu á jörðinni vegna mikillar eftirspurnar. Eik var á árum áður eftirsótt til skipasmíða og sóttu Bretar m.a. stíft í eikarskóga í Baskalandi á Norður-Spáni. Þá var mikill fjöldi eikarbáta smíðaður á Íslandi á síðustu öld þegar hér var starfandi mjög stór hópur menntaðra tréskipasmiða. Þá hefur eik verið eftirsótt við smíði á gegnheilum húsgögnum. Margir hugsa sér nú til hreyfings í að nota hamp sem burðarefni í smíðavið. 

Skylt efni: hampur | iðnaðarhampur

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...