Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Berglind Häsler og Eygló Björk Ólafsdóttir ræða saman um lífræna ræktun í fyrsta þætti hlaðvarpsins Havarí.
Berglind Häsler og Eygló Björk Ólafsdóttir ræða saman um lífræna ræktun í fyrsta þætti hlaðvarpsins Havarí.
Mynd / smh
Fréttir 5. febrúar 2020

Havarí hlaðvarp – samtal um lífræna ræktun og framleiðslu í Hlöðunni

Berglind Häsler, eigandi Havarí í Berufirði og markaðsstjóri í Reykjavík, stýrir hlaðvarpinu Havarí – samtal um lífræna ræktun og framleiðslu í Hlöðunni, hlaðvarpi Bændablaðsins.

Í fyrsta þætti sínum spjallar Berglind við Eygló Björk Ólafsdóttur, bónda í Vallarnesi á Fljótdalshéraði og annar eigandi framleiðslufyrirtækisins Móðir Jörð. Hún er einnig formaður VOR - verndun og ræktun, sem er hagsmunafélag framleiðenda sem stunda lífræna ræktun eða fullvinnslu lífrænna, íslenskra afurða. 

Eygló segir lífræna ræktun gefa af sér gæðaafurðir en ennfremur séu aðferðirnar vænlegri til framtíðar. „Í lífrænni ræktun ertu með betri vöru. Það er meira magn af þurrefnum, plönturnar taka meira næringarefni upp úr jarðveginum, meira af steinefnum og vítamínum. Þannig þú ert betri mat,“ segir Eygló meðal annars.

Risastórt umhverfis- og lýðheilsumál

„Það er staðreynd að á undanförnum áratugum hefur næringargildi matvæla almennt verið að minnka. Það er meðal annars vegna þessarar einföldunar sem búið er að koma á með tilbúnum áburði sem inniheldur einungis brot af þeim grunnefnum, sem jarðvegurinn og plönturnar þarfnast. Þetta er miklu flóknara en svo að þú getir staðlað það sem þær þurfa,“ segir Eygló og nefnir að  rannsóknir bendi til þess að í loftlagslegu tilliti sé lífræn ræktun betri ræktunaraðferðir.

„Binding kolefnis er meiri. Jarðvegurinn verður ríkari af örverum og þetta er líklegra til að binda kolefni í vaxandi mæli í framtíðinni. Meðan tilbúinn áburður virðist brjóta niður getu jarðvegs til að  binda kolefni. Þetta eru tvö kerfi sem ganga í sitthvora áttina þegar við erum að tala um loftlagsmál.“

Hlaðvarpið Havarí er samvinnuverkefni VOR og Bændablaðsins og er nú aðgengilegur á öllum helstu streymisveitum en einnig má hlusta á hann hér að neðan.

 

Norrænt samstarf um fæðuöryggi
Fréttir 6. ágúst 2024

Norrænt samstarf um fæðuöryggi

Norðurlöndin hafa tekið upp formlegt samstarf á sviði fæðuöryggis.

Greina þörf á tæknilausnum
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir ...

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...

Stórþörungar í matvæli
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunu...

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.