Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Pronar framleiðir öflugar dráttarvélar eins og þessa Pronar 8140. Hún er með Deutz-sílindra túrbó mótor sem skilar 265 hestöflum. Þá er dráttarvélin búin ZF gírskiptingu sem getur valið úr 40 gírum áfram og 40 gírum afturábak. Lyftigeta vökvakerfis er 10,
Pronar framleiðir öflugar dráttarvélar eins og þessa Pronar 8140. Hún er með Deutz-sílindra túrbó mótor sem skilar 265 hestöflum. Þá er dráttarvélin búin ZF gírskiptingu sem getur valið úr 40 gírum áfram og 40 gírum afturábak. Lyftigeta vökvakerfis er 10,
Mynd / Pronar
Fréttir 2. júní 2020

Hefja sölu á landbúnaðartækjum frá Pronar í Póllandi

Höfundur: Ba / HKr.
Samstarf Aflvéla og Pronar hófst  árið 2011 á Íslandi. Stefnan var sett á vörur fyrir verktaka og sveitarfélög fyrir vetrar- og sumarþjónustu ásamt vögnum o.fl.  Vörurnar nutu strax vinsælda vegna gæða, hönnunar og hagstæðs verðs.  Mikil og góð reynsla er því komin á Pronar tækin við oft og tíðum mjög svo  krefjandi íslenskar aðstæður.
 
Við kaup Aflvéla á Jötni á Selfossi hefur skapast tækifæri til að koma með landbúnaðartæki frá Pronar inn á íslenskan markað.  Nú þegar eru fyrstu sendingarnar af Pronar heyvinnutækjunum komnar til landsins og búið er að tryggja nægilegt framboð fyrir sumarið.  Pronar tækin eru í miklum gæðum og til að undirstrika það bjóða þeir 3 ára verksmiðjuábyrgð á flestum heyvinnuvélum og vögnum.
 
Pronar leiðandi fyrirtæki í Póllandi
 
Í dag er Pronar leiðandi fyrirtæki í Póllandi í framleiðslu og sölu á vélum og tækjum fyrir landbúnað, þjónustu við sveitarfélög og fyrirtæki í vöruflutningum, með um 50% markaðshlutdeild þar í landi. Þar að auki er Pronar með umboðsaðila í yfir 60 löndum víðs vegar um heim, öllum Evrópusambandslöndunum, Skandinavíu og Rússlandi, einnig Afríku, Norður- og Suður-Ameríku, Nýja-Sjálandi og Ástralíu. 
 
Pronar eru einnig einn stærsti framleiðandi í heimi á felgum, hjólbúnaði, vökvakerfum, vökva­tjökkum og öxlum fyrir vagna, sem og stálskjólborðum.
 
Pronar var stofnað árið 1988 í borginni Narew í norðausturhluta Póllands.
 
Fyrirtækið hefur vaxið gríðarlega á þessum rúmum 30 árum og í dag starfa yfir 2000 manns hjá fyrirtækinu, í 7 nútímavæddum verksmiðjum að flatarmáli sem svarar til 80 fótboltavalla.
 
Daglega eru framleiddir 4000 íhlutir úr 600 tonnum af stáli.
 
Frá stofnun hafa eigendur haft skýrar hugmyndir um þróun starfseminnar, sem miðar mestmegnis að framkvæmd framleiðslu á fjölbreyttu úrvali íhluta sem gefur þeim möguleika á að bregðast mjög hratt við í allri þjónustu tengdum sínum vörum.
 
Pronar 5340 dráttarvél með Pronar Z500 heyrúlluvél. 
 
Áhersla á nýsköpun og nútímavæðingu
 
Í gegnum árin hefur skuldbinding um að leggja áherslu á nýsköpun, nútímavæðingu og gæðafram­leiðslu véla og tækja, gert Pronar meira en samkeppnishæfa og ört vaxandi fyrirtæki á hörðum alþjóðlegum markaði.  
 
Árið 2014 opnaði Pronar rannsóknar og þróunarmiðstöð. Þar starfa yfir 70 tækniteiknarar og 180 verkfræðingar. Þetta stóra skref hjálpar þeim við þróun nýjunga, þar sem styrkur og nákvæmni nýrra lausna er kannaður undir ströngu gæðaeftirliti.
 
Með fjölda markaðsleiðandi tækja og lausna setur Pronar tóninn í nýrri tækni fyrir landbúnaðinn, sveitarfélagaþjónustu og úrgangsstjórnun, allt í samvinnu við náttúruna með mottóið „Tækni fyrir náttúru“ að leiðarljósi.
 
Pronar  tækin eru einföld í notkun, auðveld í viðhaldi og á hagstæðu verði.
 
Trú þeirra á gæði og endingu sinna tækja endurspeglast í ábyrgð­inni sem þeir veita.  Pronar veitir 36 mánaða ábyrgð á flestum heyvinnutækjum og vögnum með þeim skilyrðum að tækið undirgangist 24 mánaða ábyrgðarskoðun hjá viðurkenndu Pronar þjónustuverkstæði. Skoðun­in greiðist af eiganda tækis­ins og framlengir ábyrgðinni um 12 mánuði. 

Skylt efni: Pronar | dráttarvélar

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...