Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hefur rofið 100 tonna mjólkurmúrinn
Fréttir 4. apríl 2019

Hefur rofið 100 tonna mjólkurmúrinn

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Afrekskýrin Braut 112 á Tjörn á Skaga hefur rofið 100 tonna múrinn í æviafurðum, en hún hafði í lok febrúar síðastliðinn mjólkað 99.821 kíló mjólkur yfir ævina. Dagsnyt hennar hefur verið ríflega 16 kíló og reikna menn því með að Braut hafi mjólkað sínu 100 þúsundasta kílói mjólkur þann 12. mars eða þar um bil.

Braut 112 er fædd 12. september árið 2005, dóttir Stígs 97010 og Þúfu 026 frá Tjörn og er hún því á fjórtánda ári. „Hún hefur svo sannarlega skilað sínu,“ segir Bjarney Jónsdóttir, bóndi á Tjörn. Hún lýsir Braut þannig að hún hafi alla sína tíð verið heilsuhraust, ungleg og spræk, með sterka fætur, heilbrigt og gott júgur, verið góð að éta og haldið sínum holdum. „Hún er okkar langbesti gripur,“ segir Bjarney.

Hefur borið níu sinnum

Braut bar sínum fyrsta kálfi þann 23 .október 2007 og hefur borið níu sinnum síðan þá, síðast 12. febrúar 2017. 

Mestum afurðum á einu ári náði Braut árið 2011 þegar hún mjólkaði 10.961 kíló en hún hefur fjórum sinnum náð ársafurðum upp á meira en 10 þúsund kílóum, 2010 (10.007 kg), 2011 (10.961 kg), 2012 (10.190 kg) og 2017 (10.699 kg). Mestu mjólkurskeiðsafurðir hennar eru á yfirstandandi mjólkurskeiði sem er orðið æði langt. Hún er nú komin í 19.220 kíló frá síðasta burði. Á sínu 5. mjólkurskeiði mjólkaði hún hins vegar 14.630 kíló. Þessar upplýsingar má finna á heimasíðu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Fátítt er að kýr nái 14 vetra aldri en ekki síður er mjög sjaldgjæft að þær skili svo miklum afurðum sem raun ber vitni með Braut 112. Vissulega hefur tímans tönn sett sitt mark á kúna nú þegar hún er komin á sín efri ár. 

Séð yfir bæinn Tjörn á Skaga.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...