Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Herdís Magna Gunnarsdóttir formaður Landssambands kúabænda
Fréttir 6. nóvember 2020

Herdís Magna Gunnarsdóttir formaður Landssambands kúabænda

Höfundur: Vilmundur Hansen

Herdís Magna Gunnarsdóttir hefur verið kosinn formaður Landssambands kúabænda. Hún fékk 24 atkvæði en mótframbjóðandi hennar Þröstur Aðalbjarnarson 4 atkvæði.

Herdís Magna ólst upp á Egilsstaðabúinu en hélt 16 ára gömul til náms við Menntaskólann á Akureyri þaðan sem hún lauk stúdentsprófi.

Hún sagði í viðtali við Bændablaðið fyrir nokkrum árum að hún vissi alltaf að hún yrði bóndi.

„Ég var svolítið áttavillt eftir stúdentsprófið og reyndi fyrir mér á ýmsum stöðum, en innst inni vildi ég líklega alltaf verða bóndi,“ segir hún. Fyrst lá leiðin í Háskóla Íslands þar sem viðskiptafræði varð fyrir valinu.

„Ég þraukaði þar einn vetur, en vissi allan tímann að þetta var ekki mín hilla í lífinu, ég myndi aldrei endast til að sitja inni á skrifstofu og rýna í tölur alla daga.  En það er auðvitað ágætt að hafa fengið smá innsýn í bókhald og þess háttar, það kemur að gagni þegar verið er að reka stórt kúabú,“ segir Herdís.  

Næst hélt hún heim að Hólum þar sem hún nam einn vetur í hestafræðideildinni við Háskólann á Hólum en hélt náminu áfram á Hvanneyri og lauk prófi í hestafræðum sem áðurnefndir skólar bjóða upp á í sameiningu. Samhliða lauk hún BS-prófi í búvísindum.

Greina þörf á tæknilausnum
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir ...

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...

Stórþörungar í matvæli
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunu...

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...