Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hjólreiðafólk er ekki nógu áberandi í vegköntunum
Fréttir 27. maí 2016

Hjólreiðafólk er ekki nógu áberandi í vegköntunum

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Sama hvert maður fer, alls staðar sér maður hjólreiðafólk í umferð og í vegköntum. Persónulega finnst mér of stór hluti hjólreiðafólks ekki vera nægilega sýnilegt í umferðinni. 
 
Fyrir skemmstu fór ég upp Þjórs­árdalinn og sá einn hjólreiðamann u.þ.b. einn kílómetra fyrir framan mig, en þegar ég kom helmingi nær sá ég að þarna voru þrír hjólandi, en tveir voru vel fyrir aftan þennan sem ég sá fyrst. Sá sem ég sá fyrst var í gulu áberandi vesti, en hinir tveir voru í svörtum fötum.
 
Áhyggjuefni fjölgun reiðhjóla á vegum sem ekki eru hannaðir fyrir hjólaumferð
 
Fjölgun reiðhjóla er um mörg hundruð prósent á síðustu þrem árum, en vegakerfið er ekki hannað með svona mikla reiðhjólaumferð í huga. Það eru og verða slys á hjólreiðafólki, en til að minka hættuna á slysum þarf hjólreiðafólk að hafa það í huga að þeir sjást seint og illa, en geta aukið sýnileikann um helming með því að klæðast áberandi klæðnaði.
 
Betra að hjóla á móti umferð á einbreiðum malarvegum
 
Á sumum malarvegum og mjóum vegum tel ég vænlegra til öryggis, bæði fyrir bílstjóra og hjólreiðafólk að hjóla á öfugum vegarhelmingi (alla vega vandist ég því að hjóla á móti umferð á mjóum malarveginum þar sem ég ólst upp). Fyrir um ári síðan var ég að koma mjóan og hlykkjóttan veginn að Drangsnesi og sá þá nokkra koma á móti mér á reiðhjólum. Þegar ég kom nær sá ég að þetta virtist vera fjölskylda í hjólatúr. Allir fóru í einfalda röð úti í vegkantinum á móti umferð. Persónulega fannst mér betra að mæta þessum fimmmenningum sem hjóluðu mín megin heldur en þegar ég mæti reiðhjólum hægra megin í umferð (þetta er alfarið mín skoðun og ég veit ekki hvort það sé löglegt gagnvart umferðarlögum að hjóla á öfugum vegarhelmingi). 
 
Átak um að hætta að skoða og senda SMS-skilaboð í umferðinni
 
Nýlega sá ég gott áróðursmyndband um notkun á farsímum af bílstjórum. Í myndbandinu var sýnt hversu langt bíllinn fer á meðan ökumaðurinn lítur af veginum á símann sinn. Mjög gott og fræðandi myndband, en eitt fannst mér vanta í myndbandið: Það er hugsun ökumannsins þegar hann lítur upp til að gá að umferðinni, þá hugsar hann: Enginn bíll. En horfði hann nægilega vel til að sjá reiðhjól á veginum eða í vegkantinum? Förum varlega í umferðinni, þar eru fleiri en við.
Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...