Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ólafur Arnalds, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Ólafur Arnalds, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Fréttir 18. maí 2020

Hluti sauðfjárræktar nær ekki lágmarksviðmiðum gæðastýringar

Höfundur: Ritstjórn

Ólafur Arnalds, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands, er gestur í hlaðvarpsþætti Áskels Þórissonar.  Umræðuefnið er landnýtingarþáttur gæðastýringar í sauðfjárrækt (LGS). Ólafur segir íslenskt samfélag veita gríðarlegum fjárhæðum til sauðfjárræktar og að hluti hennar nái ekki lágmarksviðmiðunum gæðastýringarinnar. Um leið er slæm staða íslenskra vistkerfa einn helsti umhverfisvandi landsins. Fjármunum til sauðfjárbænda er beint í gegnum sérstakt greiðslukerfi þar sem hluti styrkjanna er háður því að framleiðslan standist ákveðnar gæðakröfur.

Ólafur segir athugasemdir sínar varða aðeins um 3% landbúnaðar á Íslandi og um um 15% sauðfjárræktarinnar.

Sjálfbærni landsins

Meðal krafna sem LGS gerir, varða umhverfisáhrif sauðfjárbeitar; að framleiðslan standist viðmið fyrir sjálfbærni og ástand landsins sem er beitt. Þarna segir Ólafur að sé pottur brotinn.

Erfiðleikar við að afla upplýsinga leiddu til þess að Ólafur kærði málsmeðferð Matvælastofnunar til Úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Úrskurðurinn var Ólafi í hag og í kjölfarið fékk hann margs konar skjöl um meðferð landsins. Við skoðun gagna komst Ólafur að þeirri skoðun að margt hefði farið úrskeiðis og að þörf væri á að gera grein fyrir þróun og stöðu þessara mála á opinberum vettvangi. Það gerði Ólafur í riti LbhÍ, „Á röngunni“, þar sem fjallað er um alvarlega hnökra á framkvæmd landnýtingarþáttar gæðastýringar í sauðfjárrækt 

Mikilvægt að ekki sé stutt við ósjálfbæra nýtingu

Gæðastýringin er liður í samningum sauðfjárbænda við þjóðina um stuðning við atvinnugreinina. Framkvæmdin varðar verulega fjármuni af almannafé en heildarstuðningur nemur 6–7 milljörðum á ári eða 60 – 70 milljörðum á 10 árum. Ólafur segir mikilvægt að það fjármagn styðji ekki við ósjálfbæra nýtingu lands.

Viðtalið við Ólaf Arnalds er í hlaðvarpsþættinum Skeggrætt sem er aðgengilegur í spilaranum hér undir og á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Norrænt samstarf um fæðuöryggi
Fréttir 6. ágúst 2024

Norrænt samstarf um fæðuöryggi

Norðurlöndin hafa tekið upp formlegt samstarf á sviði fæðuöryggis.

Greina þörf á tæknilausnum
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir ...

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...

Stórþörungar í matvæli
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunu...

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.