Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
HMS hlýtur viðurkenninguna Byggðagleraugun 2022
Fréttir 11. maí 2022

HMS hlýtur viðurkenninguna Byggðagleraugun 2022

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Samtök sveitarfélaga á Norður­landi vestra, SSNV, hafa veitt Húsnæðis- og mann­virkja­stofnun, HMS, viður­kenn­inguna Byggða­gleraugun 2022 fyrir árangursríka upp­byggingu starfsstöðvar stofnunar­innar á Sauðárkróki.

Byggðagleraugun er viður­kenning sem stjórn SSNV veitir til ráðuneytis eða stofnunar sem þykir hafa skarað fram úr í fjölgun starfa/verkefna í landshlut­anum eða með öðrum hætti stuðlað að uppbyggingu hans.

Ingibjörg Huld Þórðardóttir formaður stjórnar SSNV og Aldís Hilmarsdóttir framkvæmdastjóri hjá HMS. Mynd / SSNV

Starfsstöðin hefur mikla þýð­ingu fyrir sam­­félögin á Norð­urlandi vestra og þykir fyrir­myndardæmi um árang­ursríkan flutn­ing verkefna á landsbyggðina. Starfs­stöðin hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin misseri og fer starfs­mönnum fjölgandi með fjölgun verkefna. Vinnustaður eins og HMS hefur mikla þýðingu fyrir samfélagið, segir á vef samtakanna.

„Stjórn HMS hefur frá upphafi lagt mikla áherslu á að ekki bara viðhalda starfsemi á Norðvesturlandi heldur að efla hana og styrkja. Frá því HMS var stofnað hefur stöðugildum á Sauðárkróki fjölgað um meira en þriðjung og í dag eru tæplega 30 starfsmenn sem tilheyra starfsstöðinni.

Það felast mikil tækifæri í að reka opinbera þjónustu á landsbyggðinni, starfsumhverfið er frábært og lífsgæði starfsmanna eins og best verður á kosið,“ segir Hermann Jónasson, for­stjóri HMS.

Ingibjörg Huld Þórðar­dóttir segir á vef samtakanna að eitt helsta baráttumál íbúa á Norðurlandi vestra hafi verið fjölgun starfa í landshlutanum, störf séu það sem skiptir mestu þegar kemur að því að fjölga íbúum og efla samfélögin. „Fjölgun opinberra starfa er einn liður í því. Það er afar ánægjulegt að finna skilning stjórnenda HMS á því hvaða tækifæri felast í því fyrir stofnanir að efla sínar starfsstöðvar á landsbyggðinni og það er þess vegna sem ákveðið var að veita HMS viðurkenninguna að þessu sinni,“ segir hún.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...