Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hreiðar Hermannsson á hreinan 100% eignarhlut í nýja hótelinu.
Hreiðar Hermannsson á hreinan 100% eignarhlut í nýja hótelinu.
Mynd / MHH
Fréttir 22. mars 2023

Hótel með ísböðum byggt fyrir 9 milljarða króna

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Framkvæmdir eru hafnar við byggingu 200 herbergja fjögurra stjörnu hótels á Orustustöðum í Skaftárhreppi, skammt frá Kirkjubæjarklaustri.

Hótelið mun heita Stracta Orustustaðir líkt og Stracta hótel Hreiðars Hermannssonar á Hellu, en hann er eigandi hótelsins. Átta svítur verða á hótelinu og þá verður boðið upp á ísböð. Hótelið verður um sjö þúsund fermetrar að stærð en hönnuðir gera ráð fyrir að hægt sé að byggja það í áföngum.

„Svona stór uppbygging er gríðarlega atvinnuskapandi en mikill fjöldi mun starfa við verkefnið á uppbyggingartíma. Þegar rekstur er kominn af stað myndum við áætla að þörf væri á 65 stöðugildum við hótelið, sem liggur einnig í margs konar þjónustu við hótelið og gesti.

Eins myndast störf vegna annarrar starfsemi sem áætlað er að reka á jörðinni sem lýtur til dæmis að ræktun, landgræðslu og skógrækt.

En hugmyndafræðin á bak við verkefnið snýr að sjálfbærri uppbyggingu sem þarfnast sérfræðiþekkingar á misjöfnum sviðum,“ segir Margrét Gísladóttir, sem vinnur að verkefninu með Hreiðari. Heildarkostnaður við byggingu hótelsins verður um níu milljarðar króna. Enn er þó óljóst hvenær hótelið verður tekið í notkun. „Við ætluðum okkur náttúrlega að vera komin lengra í ferlinu en ýmsar steinvölur í veginum hafa varnað því,“ segir Margrét.

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...