Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hrein efni eða sýrlingar (oxíð)
Fréttir 9. febrúar 2016

Hrein efni eða sýrlingar (oxíð)

Höfundur: Valgeir Bjarnason
Nú eru áburðarsalar á fullu við að selja vörur sínar. Þá vakna spurningar um söluaðferðir og hvernig kynna má áburðinn. Sérstök vafamál þar er hvernig efnainnihald er kynnt fyrir kaupendum.
 
Þar er einkum villandi á hvaða formi efnainnihald áburðarins er gefið upp, hvort það er gefið upp sem hrein efni eða sýrlingar (oxíð). Það skiptir öllu máli þegar bóndi áætlar áburðarþörf til sinnar ræktunar.
 
Í 6. gr. reglugerðar 630/2007 sem innleiddi áburðarreglugerð ESB kemur fram að heimilt er að nota bæði hlutföll hreinnna efna og sýrlinga í kynningum og merkingum á áburði. Eina efnið sem er alltaf gefið upp sem hreint efni er köfnunarefni (N). Seljanda er skylt að greina frá hvort kynningar á efnainnihaldi áburðar miðast við hrein efni eða sýrlinga.  Hér verða gefnar þær reikniformúlur þegar hrein efni eru reiknuð frá sýrlingum:
 
1. Fosfór (P) = Fosfórpentoxíð 
   (P2O5) x 0,436
2. Kalí (K) = Kalíoxíð (K2O)
    x = 0,83
3. Kalsíum (Ca) = Kalsíumoxíð
    (CaO) x 0.175
4. Magnesíum (Mg) = Magnesíum­­ 
    oxíð (MgO) x 0,603
5. Natríum (Na) = Natríumoxíð
    (Na2O) x 0,742
6.Brennisteinn (S) = Brennisteins­­
   þríoxíoð (SO3) x 0,400
 
Þannig að sé gefið upp innihald fyrir fosfórpentoxíð (P2O5) 10% er hlutfall hreins fosfórs P 4,36% í áburðinum og sé kalíoxíð (K2O) gefið upp 10% í áburðinum er hlutfall hreins kalís 8,3% í áburðinum. 
 
Valgeir Bjarnason,
fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun

Skylt efni: aburður

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...