Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hrossabændur taka yfir hlut BÍ í Landsmóti
Fréttir 21. nóvember 2018

Hrossabændur taka yfir hlut BÍ í Landsmóti

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Aðalfundur Félags hrossabænda fór fram 26. október sl. í Samskipahöllinni í Kópavogi. Stjórn félagsins var endurkjörin með einni breytingu. Magnús Jósefsson hætti í stjórn en Heiðrún Eymundsdóttir kom inn í hans stað.
 
Meðal þess sem lá fyrir fundinum var boð Bændasamtaka Íslands um að taka hlut þess í Landsmóti ehf. Aðalfundurinn samþykkti tillöguna og verður Félag hrossabænda því þriðjungs eigandi í Landsmóti ehf. frá næstu áramótum. 
 
Landsmót ehf  var stofnað árið 2001 til að standa að rekstri og utanumhaldi á Landsmóti hestamanna. Eignahlutafélagið er að 2/3 hluta í eigu Landssambands hestamannafélaga. Í erindi BÍ til FHB kom fram að með breyttu fyrirkomulagi á ráðgjafarþjónustu í landbúnaði hafi BÍ ekki neina beina aðkomu að rekstri landsmóta og telja eðlilegt að búgreinin sjálf hafi þessa aðkomu. Buðu þeir því FHB yfirtöku 1/3 hlutar BÍ fyrir 1 krónu.
 
„Landsmótið er hrossaræktar-starfinu mikilvægt og ætlum við því að taka þessu verkefni fagnandi og sjá tækifæri í því. Allir fundarmenn voru þó á því að félagið muni ekki taka á sig fjárhagslegar skuldbindingar,” segir Sveinn.
 
Félagar fá aðgang að myndbanka WorldFengs
 
Þá liggur fyrir samkomulag milli Worldfeng, Landsmóts ehf. og BÍ um að félagar í FHB fái aðgang að mynd- og myndbandabanka Worldfengs. Vonast Sveinn eftir að aðgangurinn verði opnaður sem fyrst.
 
Innleiðing á gjaldtöku af hrossaafurðum
 
Mikil aukning hefur orðið á framleiðslu á folaldakjöti, sér í lagi vegna aukins blóðmerabúskapar. Sveinn segir hrossabændur hafa áhyggjur því við blasi erfiðleikar við afsetningu folalda og jafnvel lækkun afurðaverðs. 
 
Sveinn Steinarsson, formaður Félags hrossa­bænda, á Landsmóti 2018.
 
„Það þarf að gera betur í markaðsmálum. Félagið hefur m.a stutt við markaðsvinnu gagnvart Japansmarkaði en við bindum vonir við að sá markaður styrkist og geti einnig tekið við folaldaafurðum. Nauðsynlegt er að til séu góðir farvegir fyrir allar hrossaafurðir og því er mikilvægt að stunduð sé vöruþróun og markaðsstarf þar sem fjölbreytni afurða og nýting sé í fyrirrúmi,“ segir Sveinn.
 
„Félaginu berast reglulegar styrkbeiðnir vegna markaðsmála hrossakjöts, til dæmis til að hefja sókn á nýja markaði. Félagið gat beint svona fyrirspurnum í ákveðinn farveg, til verðskerðingasjóðs en hann var lagður niður í lok árs 2015. Þegar hans nýtur ekki lengur við, þá skortir tekjustofn til að styðja þetta mikilvæga markaðsstarf.“
 
Til að bregðast við þessu samþykkti aðalfundurinn ályktun þess efnis að stjórn myndi hefja vinnu gagnvart stjórnvöldum við að taka upp gjald af hrossaafurðum. 
 
Gæti gjaldtakan verið á bilinu 2–3% af afurðaverði og yrði safnað í sjóð sem hefði það skilgreinda markmið að styðja við markaðssetningu hrossaafurða.
 
Upptaka á kynbótasýningum í farvatninu
 
Í samræmi við samþykkt frá aðalfundi FHB 2017, þar sem stjórn félagsins var falið að vinna að málinu, hafa Sveinn og Þorvaldur Kristjánsson, ábyrgðarmaður hrossaræktar hjá RML, kannað möguleika þess að hafnar verði upptökur á kynbótasýningum. 
 
„Við lítum svo á að upptökur af hrossum í sýningu séu viðbótar dómaupplýsingar.  Nú þegar höfum við tölulegar niðurstöður og umsagnir en með því innleiða sjónrænar upplýsingar byggjum við að ótrúlegum heimildum um íslenska hrossastofninn,“ segir Sveinn.
 
Í ályktun frá aðalfundinum segir að hugmyndin og möguleg útfærsla hafi verið rædd við forsvarmenn WorldFengs og Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins og er af þeirra hálfu ekkert tæknilegt sem ætti að koma í veg fyrir að þetta verði að veruleika, auk þess sem búið er að áætla kostnað við upptökuna.
Þótt fjölbreyttar umræður hafi farið fram um kosti nýjungarinnar og galla var samþykkt að halda áfram með verkefnið. Næsta skref er að setja upp prufusýningu á næsta ári. Ef vel tekst til má búast við að þetta verði innleitt í framtíðinni, en farið verður yfir málin að nýju á næsta aðalfundi félagsins og þá frekari ákvarðanir teknar.
 
Vel heppnaðar sölusýningar
 
Góður rómur var gerður að tveimur sölusýningum sem FHB stóð fyrir bæði sunnan- og norðanlands í október, en streymt var beint frá báðum sýningum á vefnum og hafa sýningarnar samtals verið skoðaðar 9.000 sinnum. Sveinn Steinarsson, formaður FHB, segir að stefnan sé að gera slíkar sýningar að viðtekinni venju.
 
Meginstarf FHB gagnvart reiðhestamarkaði er unnið í gegnum markaðsverkefnið Horses of Iceland. Jelena Ohm verkefnastjóri kynnti stöðu verkefnisins á aðalfundinum og þær áherslur sem fram undan eru. „Við bindum mikla vonir við verkefnið, sem er vissulega langhlaup,“ segir Sveinn.
 
Af öðrum samþykktum má nefna að stjórn var falið að vinna áfram að því að hægt verði að skrá fylskoðanir með rafrænum hætti og fylgja eftir þeirri kröfu FHB um að félagið fái beina aðild að búvörusamningnum milli ríkis og bænda við endurskoðun samingsins á næsta ári. 
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...