Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Hrun hjá býflugnaræktendum í Bretlandi
Mynd / smh
Fréttir 8. október 2015

Hrun hjá býflugnaræktendum í Bretlandi

Höfundur: smh

Útlit er fyrir að hunangsframleiðsla í Bretlandi verði með minnsta móti á þessu ári – hjá sumum býflugnabændum jafnvel sú minnsta í 40 ár.

Farmers Weekly greinir frá því að votviðrasömu sumri sé einkum um að kenna að pörun gekk ekki sem skyldi á mörgum býflugnabúum í Skotlandi og Wales, með þeim afleiðingum að drottningarnar verptu færri eggjum. Þótt tíðarfar hafi verið misjafn á Bretlandseyjum þá virðist afkoma býflugnabænda á heildina litið ekki hafa verið ákjósanlegar. Jafnvel á Suður-Englandi, þar sem jafnan má gera ráð fyrir góðri uppskeru, var útkoman undir meðallagi.

Helmingi minni framleiðsla í Skotlandi

Í Skotlandi er gert ráð fyrir helmingi minni hunangsframleiðslu en í meðalári. Að hluta til er það rakið til þess að beitilyng blómstraði seint og illa. Búist er við að hið slæma tíðarfar í sumar geti haft alvarlegar afleiðingar á afkomu búanna í vetur, þar sem þau séu illa á sig komin fyrir veturinn.

Skylt efni: býflugur

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...