Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hrun hjá býflugnaræktendum í Bretlandi
Mynd / smh
Fréttir 8. október 2015

Hrun hjá býflugnaræktendum í Bretlandi

Höfundur: smh

Útlit er fyrir að hunangsframleiðsla í Bretlandi verði með minnsta móti á þessu ári – hjá sumum býflugnabændum jafnvel sú minnsta í 40 ár.

Farmers Weekly greinir frá því að votviðrasömu sumri sé einkum um að kenna að pörun gekk ekki sem skyldi á mörgum býflugnabúum í Skotlandi og Wales, með þeim afleiðingum að drottningarnar verptu færri eggjum. Þótt tíðarfar hafi verið misjafn á Bretlandseyjum þá virðist afkoma býflugnabænda á heildina litið ekki hafa verið ákjósanlegar. Jafnvel á Suður-Englandi, þar sem jafnan má gera ráð fyrir góðri uppskeru, var útkoman undir meðallagi.

Helmingi minni framleiðsla í Skotlandi

Í Skotlandi er gert ráð fyrir helmingi minni hunangsframleiðslu en í meðalári. Að hluta til er það rakið til þess að beitilyng blómstraði seint og illa. Búist er við að hið slæma tíðarfar í sumar geti haft alvarlegar afleiðingar á afkomu búanna í vetur, þar sem þau séu illa á sig komin fyrir veturinn.

Skylt efni: býflugur

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...