Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hugmyndir um búseturúrræði til sveita fyrir eldri borgara ræddar
Mynd / smh
Fréttir 15. febrúar 2018

Hugmyndir um búseturúrræði til sveita fyrir eldri borgara ræddar

Höfundur: smh

Undirbúningsfundur samtaka um ný búsetuúrræði til sveita fyrir eldri borgara verður haldinn næstkomandi þriðjudag á Café Catalina í Hamraborg í Kópavogi og hefst fundurinn klukkan 14.

Á fundinum verða kynntar hugmyndir um stofnun sambýliseininga aldraðra í búsetukjörnum utan þéttbýlis. Bændablaðið fjallaði um þessar hugmyndir í fyrsta tölublaði þessa árs og ræddi við Árna Gunnarsson, fyrrverandi bónda í Skagafirði og núverandi eldri borgara, sem telja má sem upphafsmann þeirra.

Sólheimar fyrirmynd

Árni sagði að  Sólheimar í Grímsnesi væru að vissu leyti fyrirmynd. Ríkið gæti lagt til jarðir í þessi verkefni og það gætu verið eftir atvikum litlar eða stórar jarðir með húsnæði fyrir sjö til tíu einstaklinga. Það sé margt fólk einmana sem gæti vel hugsað sér að búa á stað þar sem hægt væri að hugsa um hesta, hunda, hænsni – og það gæti líka stundað garðyrkju.

Eldra fólk hafi í mörgum tilvikum tengsl út í sveitirnar og hafi áhuga á að endurnýja kynnin við sveitalífið; fólk með ágæta hreyfigetu og kollinn í lagi. 

Sjá umfjöllunina í heild sinni hér:

Sambýli í sveitum

 

Reynsla annarra þjóða

Að sögn Árna verður á fundinum stutt kynning á reynslu annarra þjóða á búsetukjörnum með blönduðum aldurshópum utan þéttbýlis.

Kannaður verður áhugi á ofanrituðum valkostum og málin rædd á breiðum grundvelli.

Þá er gert ráð fyrir að á fundinum verði formlega gengið frá stofnun þessa áhugahóps og kosin stjórn.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...