Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Horft yfir að Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit.
Horft yfir að Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit.
Mynd / HKr.
Fréttir 27. október 2020

Hugsanleg sameining rædd í Svalbarðsstrandarhreppi og Eyjafjarðarsveit

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Fulltrúar sveitarstjórna tveggja sveitarfélaga í Eyjafirði, Eyjafjarðarsveitar og Svalbarðsstrandarhrepps hittust í september og báru saman bækur sínar varðandi hugsanlega sameiningu.

„Þetta er í raun upphafið að langri vegferð þar sem ekkert er ákveðið um útkomuna. Sveitarstjórn er því að huga að framtíðarhagsmunum íbúa og fyrirtækja á svæðinu, hvernig hægt sé að tryggja og efla svæðið, segir Björg Erlingsdóttir, sveitarstjóri í Svalbarðsstrandarhreppi.  

Skólar og aðrar starfsstöðvar sveitarfélaganna voru heimsótt, farið var yfir fjárhagslega stöðu þeirra og það umfangsmikla verkefni sem sameining sveitarfélaga er. Björg segir fundinn hafa verið upplýsandi fyrir þátttakendur og verið fyrsta skrefið í kortlagningu þeirra möguleika sem hægt er að skapa með auknu samstarfi eða sameiningu. Hún nefnir að næstu skref í málinu verði að bjóða sveitarstjórnum Hörgársveitar og Grýtubakkahrepps til fundar á sömu forsendum. „Það er mikilvægt að eiga samtalið hvort sem það leiðir til formlegra viðræðna síðar meir, aukins samstarfs, þátttöku fleiri sveitarfélaga eða að fyrirkomulagið verði áfram óbreytt, segir Björg en sveitarfélögin eiga nú þegar í þó nokkru samstarfi um ýmis mál.

Yrði þriðja stærsta sveitarfélagið

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps stóð fyrir íbúaþingi í byrjun árs þar sem velt var upp spurningum um hugmyndir íbúa um sameiningu sveitarfélaga, tækifæri og ógnanir. „Það var rætt um hvað við  viljum fá út úr sameiningu og hvaða þjónustu við viljum ef til hennar kæmi, segir Björg, en verði af sameiningu fjögurrra sveitarfélaga í nágrenni Akureyrar yrði þar um að ræða sveitarfélag með um 2.500 íbúa sem yrði þriðja stærsta sveitarfélagið á Norðurlandi eystra.

Fjöldinn ekki afgerandi þáttur

Bendir Björg á að ráðgert sé að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði eitt þúsund íbúar árið 2026 og gert ráð fyrir að sameiningar verði lögbundnar samkvæmt nýrri þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps hafi lýst sig andsnúna lögbundinni sameiningu þar sem miðað verði við íbúafjölda. Hún segir að á sama tíma hafi sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps velt fyrir sér sameininga- og eða samstarfsforsendum út frá því hvernig megi styrkja sveitarfélagið og efla þjónustu við íbúa frekar en að fylla 1.000 íbúa markið.

„Það er í raun viðmiðið sem á að hafa í huga við sameiningu sveitarfélaga, hvernig hægt sé að efla þjónustu og lífsgæði íbúa. Fjöldinn er ekki afgerandi þáttur í þeirri jöfnu, fjarlægðir milli staða, landfræðilegar stærðir sveitarfélaga, aldursdreifing íbúa, atvinnutækifæri og atvinnuuppbygging, þjónusta sveitarfélaga og nálægð við aðra þjónustukjarna skipta hér mestu,“ segir Björg. Hún segir Svalbarðsstrandarhrepp standa vel þrátt fyrir að íbúar séu innan þessara marka um íbúafjölda en þar skipti miklu samstarf milli sveitarfélaga og sterkur þjónustukjarni sem er innan seilingar og þjónusta er keypt af.

Greinum styrkleika og tækifæri

„Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps ákvað því að hefja samræður við nágrannasveitarfélögin Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahrepp og Hörgársveit með það verkefni í farteskinu að greina hvar styrkleikar okkar og tækifæri liggja, hvort aukið samstarf sé leiðin eða sameining og þá sameining hverra. Markmiðið er að efla sveitarfélagið og krafta þess til framkvæmda og þá er mikilvægt að kortleggja núverandi stöðu um leið og sú kortlagning gefur okkur tækifæri til þess að skoða ólíkar sviðsmyndir,“ segir Björg. 

Skoða alla möguleika með opnum huga

Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi, segir málið ekki hafa verið rætt núna.

„Ef svo fer að við verðum þvinguð í sameiningu verða allir möguleikar skoðaðir með opnum huga, en ég tel ólíklegt að farið verði í sameiningarviðræður við óbreyttar aðstæður,“ segir hann og bætir við að Grýtubakkahreppur eigi gott samstarf við þessi sveitarfélög og málin séu rædd reglulega. 

Björg Erlingsdóttir, sveitarstjóri í Svalbarðsstrandarhreppi.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...