Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Anna Kristín Karlsdóttir og Jan Dobrowolski hjá Lúdika arkitektum telja að hampur sé umhverfisvænna byggingarefni en flest önnur sem eru í notkun í dag
Anna Kristín Karlsdóttir og Jan Dobrowolski hjá Lúdika arkitektum telja að hampur sé umhverfisvænna byggingarefni en flest önnur sem eru í notkun í dag
Mynd / Aðsendar
Fréttir 3. apríl 2023

Hús úr hampi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hampur er til ýmissa hluta nýtilegur og þar á meðal sem byggingarefni. Anna Kristín Karlsdóttir og Jan Dobrowolski frá Lúdika arkitektum hafa myndað nýjan starfshóp með Hampfirma undir nafninu BioBuilding.

Teikning af tilraunahúsinu sem reisa á í Grímsnesi.

Fyrsta verkefni þeirra er að byggja 15 fermetra tilraunahús úr hampsteypu á sumarbústaðalandi í Grímsnesi. „Hugmyndin er að nota íslenskan iðnaðarhamp í hampsteypu sem notuð verður í útveggi og sem einangrun í þak tilraunasmáhýsis til að rannsaka hvernig aðstæður á Íslandi koma til með að fara með húsið og hver möguleiki hamps er sem framtíðarbyggingarefni hér á landi.“

Hampur, kalk og vatn

„Samsetning hampsteypu er í raun mjög einföld. Við notum trénið frá stönglunum úr plöntunni og blöndum því saman við kalkblöndu og vatn. Við vinnum verkefnið meðal annars í samvinnu við Hampfélagið, sem ræktaði hamp á einum hektara að Sandhóli í Skaftárhreppi síðastliðið sumar, og það er sá hampur sem við notum í tilraunina.

Eftir að húsið er komið upp er svo ætlunin að skoða veðrunarþol og hvernig hampsteypan bregst við tíðum breytingum á milli frosts og þíðu sem er einkennandi fyrir íslenska veðráttu. Húsið verður klætt að utan bæði með náttúrulegri múrhúð og íslenskri timburklæðningu sem veðurkápu. Með þessu móti á húsið að geta andað en það er nauðsynlegt fyrir hampsteypuna.“

Sýnishorn af hampsteypu.

Heilnæmt byggingarefni

Anna segist ekki enn vita hversu mikið af hamptréni hafi fengist úr ræktuninni frá Sandhóli þar sem þau séu enn að vinna úr efniviðnum. Þegar því er lokið þá sé hægt að bera upplýsingarnar saman við þekktar tölur erlendis frá en hluti af verkefninu er að skoða hversu mikið af hampi fæst af 1 ha af landi.

„Hampsteypa er byggingarefni sem mætti einna helst setja í flokk einangrunarefna, þó að hún stígi inn á aðra flokka byggingarefna, þá er þetta ekki berandi efni. Kosturinn við hampsteypuna er margvíslegur en hún viðheldur jöfnu raka- og hitastigi innandyra, er gufugegndræp, einangrandi og losar hita mun hægar en hefðbundin einangrun. Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að hampsteypa bindur kolefni sem er eiginleiki sem mjög fá byggingarefni geta státað af og er hún því kolefnishlutlaus auk þess sem hún er endurvinnanleg.“

Umhverfisvænt

Anna lærði arkitektúr á Bretlandseyjum og segir að eftir námið hafi hún farið að skoða möguleika hamps og að það hafi komið sér á óvart að hvergi væri minnst á hann í náminu.

„Mörg efni sem notuð eru í byggingariðnaði eru mjög mengandi en hampur er umhverfisvænn og virkilega góður kostur sem byggingarefni en allt of lítið notaður.

Enn sem komið er er öll úrvinnsla á iðnaðarhampnum unnin í höndunum eða með einföldum vélbúnaði þar sem ekki er til sérhæfður vélbúnaður hér á landi sem getur unnið úr plöntunni. Sú vinna er tímafrek og því var stærðinni haldið í lágmarki.

Við sem stöndum að tilrauninni erum enn að reikna út kostnaðinn við ræktun og efnisúrvinnslu til að hægt sé að sjá betur hver efniskostnaður er. Hönnun, bygging smáhýsisins og tilraunir væru ómögulegar án þeirra styrkja sem við höfum hlotið en þeir eru frá frá Rannís, Hönnunarsjóði, frumkvöðlastyrkur frá Íslandsbanka og Aski mannvirkjasjóði.

Fyrir þá sem vilja fylgjast með verkefninu má gera það á biobuilding.is. Auk þess sem það verður til sýnis á HönnunarMars,“ segir Anna.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...