Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir ásamt Ragnhildi Helgu Jónsdóttur, kennara við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir ásamt Ragnhildi Helgu Jónsdóttur, kennara við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Mynd / Rósa Björk - LbhÍ
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi riðuveiki í sauðfé á Íslandi árið 2032 og að sjúkdómnum hafi verið útrýmt í landinu árið 2044.

Þetta kom fram á fagfundi sauðfjárræktarinnar á Hvanneyri 21. mars þar sem Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir Matvælastofnunar, kynnti gerð landsáætlunar um útrýmingu á riðuveiki í sauðfé. Áætlað er að vinnunni verði lokið í maí.

Með áætluninni er stefnt að því að á árinu 2028 verði litlar líkur á að upp komi riðuveiki á Íslandi, að árið 2032 séu hverfandi líkur á að veikin komi upp – og það sé viðurkennt af Evrópusambandinu – og loks að árið 2044 sé stefnt að því að riðuveiki hafi verið útrýmt.

Þessum markmiðum verði náð með ræktun, vörnum, vöktun og viðbrögðum.

Í áætluninni er gert ráð fyrir því að horfið sé frá því að kvaðir og höft séu sett jafnt á alla bæi í varnarhólfi, heldur frekar á einstaka bæi og þeim aflétt í takti við framvindu ræktunar hvers og eins. Riðubæir verði skilgreindir í tvö til sjö ár, eftir framvindu í ræktun á nýjum stofni. Einnig verði skilgreindir áhættubæir, sem eru í mikilli áhættu, og aðrir bæir í áhættuhólfi sem eru í minni áhættu. Aflétting hafta verði jafnt og þétt samhliða ræktun. Gert er ráð fyrir að varnarhólfum verði fækkað.

Skýrsla sérfræðingahóps um riðu var gefin út 1. nóvember á síðasta ári og byggir landsáætlunin á því starfi, sem matvælaráðuneytið, Bændasamtök Íslands og Matvælastofnun standa sameiginlega að. Í kjölfar skýrslunnar var farið að beita niðurskurði í hjörðum þar sem riða kemur upp, í samræmi við tillögur sérfræðingahópsins. Til að mynda hefur bændum verið gefinn kostur á að hlífa kindum við niðurskurði sem eru með verndandi og mögulega verndandi arfgerðir gegn riðusmiti.

Í máli Sigurborgar kom fram að hún væri í leyfi frá daglegum störfum yfirdýralæknis í nokkra mánuði til að geta sinnt smíði þessarar landsáætlunar.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...