Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir ásamt Ragnhildi Helgu Jónsdóttur, kennara við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir ásamt Ragnhildi Helgu Jónsdóttur, kennara við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Mynd / Rósa Björk - LbhÍ
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi riðuveiki í sauðfé á Íslandi árið 2032 og að sjúkdómnum hafi verið útrýmt í landinu árið 2044.

Þetta kom fram á fagfundi sauðfjárræktarinnar á Hvanneyri 21. mars þar sem Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir Matvælastofnunar, kynnti gerð landsáætlunar um útrýmingu á riðuveiki í sauðfé. Áætlað er að vinnunni verði lokið í maí.

Með áætluninni er stefnt að því að á árinu 2028 verði litlar líkur á að upp komi riðuveiki á Íslandi, að árið 2032 séu hverfandi líkur á að veikin komi upp – og það sé viðurkennt af Evrópusambandinu – og loks að árið 2044 sé stefnt að því að riðuveiki hafi verið útrýmt.

Þessum markmiðum verði náð með ræktun, vörnum, vöktun og viðbrögðum.

Í áætluninni er gert ráð fyrir því að horfið sé frá því að kvaðir og höft séu sett jafnt á alla bæi í varnarhólfi, heldur frekar á einstaka bæi og þeim aflétt í takti við framvindu ræktunar hvers og eins. Riðubæir verði skilgreindir í tvö til sjö ár, eftir framvindu í ræktun á nýjum stofni. Einnig verði skilgreindir áhættubæir, sem eru í mikilli áhættu, og aðrir bæir í áhættuhólfi sem eru í minni áhættu. Aflétting hafta verði jafnt og þétt samhliða ræktun. Gert er ráð fyrir að varnarhólfum verði fækkað.

Skýrsla sérfræðingahóps um riðu var gefin út 1. nóvember á síðasta ári og byggir landsáætlunin á því starfi, sem matvælaráðuneytið, Bændasamtök Íslands og Matvælastofnun standa sameiginlega að. Í kjölfar skýrslunnar var farið að beita niðurskurði í hjörðum þar sem riða kemur upp, í samræmi við tillögur sérfræðingahópsins. Til að mynda hefur bændum verið gefinn kostur á að hlífa kindum við niðurskurði sem eru með verndandi og mögulega verndandi arfgerðir gegn riðusmiti.

Í máli Sigurborgar kom fram að hún væri í leyfi frá daglegum störfum yfirdýralæknis í nokkra mánuði til að geta sinnt smíði þessarar landsáætlunar.

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...