Hvítir gírafar
Líkt og hvítir hrafnar eru hvítir gíraffar sjaldséðir en til. Tveir hvítir gíraffar náðust á mynd í Kenía fyrir skömmu og af myndunum að dæma er um kú og kálf að ræða.
Ekki er talið að gíraffarnir séu albínóar heldur af erfðagalla sem veldur því að þeir öðlast ekki venjulegt litarhaft gíraffa. Uppgötvun gíraffanna hefur vakið mikla athygli í Kenía og margir sem vilja berja þá augum.
Reyndar hefur ásóknin í að sjá dýrin verið svo mikil að loka hefur þurft aðgengi að þeim en á svipuðum slóðum er kjörlendi hirola-antilópunnar, sem mun vera sjaldgæfasta antilópa í heimi um þessar mundir.