Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hyggja á stórfellt fiskeldi á Austfjörðum
Fréttir 13. júlí 2016

Hyggja á stórfellt fiskeldi á Austfjörðum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ice Fish Farm – Fiskeldi Austfjarða hf., sem stundar fiskeldi í Berufirði og Fáskrúðsfirði, hefur sótt um leyfi til að auka framleiðslu sína í 43 þúsund tonn af eldisfiski á Austfjörðum. Fyrirtækið hyggst setja upp eldiskvíar í Seyðisfirði, Stöðvarfirði og Norðurfjarðarflóa.

Fiskeldi Austjarða hf. var stofnað sumarið 2012. Á heimasíðu fyrirtækisins segir að það leggi áherslu á vistvænt fiskeldi og hafi hlotið Aqua Gap-vottun fyrir eldi og framleiðslu. Fyrirtækið hefur sótt um leyfi fyrir 43 þúsund tonna fiskeldi á Austfjörðum.

Samkvæmt því sem segir á heimasíðunni hefur fyrirtækið leyfi til að framleiða 11 þúsund tonn af eldisfiski á ári en hefur sótt um leyfi til að auk framleiðsluna í 43 þúsund tonn. Í dag framleiðir fyrirtækið eldislax og sjóbirting í sjókvíum í Berufirði og Fáskrúðsfirði.

Eldi í þremur fjörðum

Fiskeldi Austfjarða, sem er að mestu í eigu MNH Holding í Noregi, hefur í hyggju að stunda stórfellt fiskeldi í Seyðisfirði, Stöðvarfirði og Norðurfjarðarflóa. Fiskeldi Austfjarða er helmingseigandi í Búlandstindi á Djúpavogi, sem vinnur eldisfiskinn.

Framleiðslan er send á markað í Evrópu og Bandaríkjunum með flugi frá Keflavík eða sjóleiðina með Norrænu frá Seyðisfirði til Hirtshals í Danmörku.

Aðstæður til fiskeldis góðar

Á heimasíðu Fiskeldis Austfjarða segir að aðstæður til fiskeldis við Ísland og á Austfjörðum séu einstaklega góðar frá náttúrunnar hendi. Þar segir að sjórinn sé ómengaður, hitastig sjávar fari hækkandi og sé að nálgast kjörhita fyrir eldislax. Einnig er sagt að firðirnir fyrir austan séu djúpir og opnir sem geri það að verkum að öldur og sjávarföll sjái að mestu um að skola úrgangi frá kvíunum burt og að mengunarhætta af þeirra völdum sé því lítil.

Erfðabreyttur eldislax

Eldisfiskurinn sem sótt hefur verið um leyfi fyrir er að stórum hluta erfðabreyttur norskur eldislax. Þeir sem leggja áherslu á verndum laxastofna við Ísland segja óhjákvæmilegt annað en að eldisfiskur muni sleppa úr eldi af þessari stærð og að þeir geti valdið miklum skaða á villtum stofnum við landið.
Ekki náðist í Guðmund Gíslason, stjórnarformann Ice Fish Farm – Fiskeldi Austfjarða hf., vegna vinnslu fréttarinnar.

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...