Hann er á!
Það eru margir að veiða, veiði-menn á öllum aldri og fiskurinn vakir, sumir eru verulega ungir en áhugasamir og kasta sjálfir spúninum út í vatnið og draga inn. Hann er á! heyrist í unga veiði-manninum sem verður þriggja ára núna í október.
En fiskurinn fer af og veiðimaðurinn ungi kastar aftur og aftur en fiskurinn vill ekki taka. Hann vill gera eitthvað annað, hann nær sér í háf og ætlar að ná þeim þannig. En það gengur ekki.
Frændur hans, Helgi Þór og Davíð Már, landa fallegum fiskum, en þegar hann verður stærri landar hann svona fiskum. Hann er allavega að reyna og það er fyrir mestu.
,,Já, veiðin hefur gengið vel hjá okkur,“ segir Gunnar Blöndal og sýnir okkur svæðið sem hann hefur upp á að bjóða við Syðstu-Vík við Eyjafjörð, sem hann hefur verið með í fjölda ára og margir fengið þar sína fyrstu fiska. Fiskurinn er fyrir hendi, vænn og fallegur, bara að fá hann til að taka. Það kemur með tíð og tíma. Þegar sumir verða stærri.