Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Gunar Bender að spjalla við Harald Gunnarsson við veiðar í Höfuðhylnum í Elliðaánum.
Gunar Bender að spjalla við Harald Gunnarsson við veiðar í Höfuðhylnum í Elliðaánum.
Mynd / María Gunnarsdóttir
Í deiglunni 17. maí 2019

Við erum búnir að fá þrjá fiska

Höfundur: Gunnar Bender
„Við erum búnir að fá 3 urriða, hann tekur  mjög grannt,“ sagði Haraldur Gunnarsson er við hittum hann við Höfuðhylinn i Elliðaánum fyrir skömmu, þar sem hann var að veiða ásamt félaga sínum.  
 
Vorveiði hefur staðið yfir í ánni og gengið ágætlega, urriðinn hefur verið að gefa sig á fluguna. Það er ágætt að ganga aðeins á urriðann og veiða, hann er grimmur í seiðunum í Elliðaánum. Svo styttist í að laxveiðin byrji þar sem borgarstjórinn og fleiri opna ána 20. júní.
 
„Þetta er flott æfing fyrir sumarið,“ sagði Haraldur enn fremur og var að hætta veiðum þennan daginn. 
 
„Það virðist vera töluvert af urriða hérna en hann er tregur að taka enda aðeins kólnað,“ sagði veiðimaðurinn og dregur inn fluguna. Veiðifélaginn er hættur þennan daginn.
 
Í Elliðavatni eru nokkrir að berja vatnið en fiskurinn  ekki tökuglaður. Samt hefur verið fín veiði núna í nokkra daga, en það hefur aðeins kólnað og það hefur sitt að segja. Urriðinn verður tregari en útiveran er verulega góð.
 

Skylt efni: Elliðaár | stangveiði

Orsakir kals og möguleg viðbrögð
Fréttaskýring 5. júlí 2024

Orsakir kals og möguleg viðbrögð

Talsverðar kalskemmdir eru á Norðurlandi í ár og virðist tjónið vera útbreiddast...

Vanefndir stjórnvalda
Fréttaskýring 21. júní 2024

Vanefndir stjórnvalda

Nýlega bárust fréttir af nípuræktun í Þurranesi í Dölum og á síðasta ári var sag...

Ísland eftirbátur í stuðningi við nýliðun og fjárfestingu
Fréttaskýring 7. júní 2024

Ísland eftirbátur í stuðningi við nýliðun og fjárfestingu

Ísland stendur öðrum löndum að baki þegar kemur að stuðningi við nýliða í landbú...

Rýnt í endurskinshæfni skóga
Fréttaskýring 24. maí 2024

Rýnt í endurskinshæfni skóga

Komið hefur fram í vísindagreinum að breyting á endurvarpi sólargeislunar gæti m...

Upprunamerki matvæla skipta máli
Fréttaskýring 7. maí 2024

Upprunamerki matvæla skipta máli

Þegar kemur að því að versla matvæli horfa neytendur mikið til upprunalands fram...

Heimild kjötafurðastöðva til sameiningar og samstarfs
Fréttaskýring 18. apríl 2024

Heimild kjötafurðastöðva til sameiningar og samstarfs

Alþingi samþykkti 21. mars sl. breytingu á búvörulögum sem felur í sér undanþágu...

Mikilvægasta rými jarðar
Fréttaskýring 29. mars 2024

Mikilvægasta rými jarðar

Stærsta innlögn nýrra fræsafna í Alþjóðlegu fræhvelfinguna á Svalbarða átti sér ...

Umræða um geðheilsu bænda mikilvæg
Fréttaskýring 8. mars 2024

Umræða um geðheilsu bænda mikilvæg

Vísbendingar eru um að bændur séu líklegri til að þjást af einkennum streitu og ...