Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Breskir bændur mótmæltu fyrirhuguðum viðskiptasamningi við Bandaríkin með mótamælaakstri dráttarvéla um miðborg Lundúna í júlí.
Breskir bændur mótmæltu fyrirhuguðum viðskiptasamningi við Bandaríkin með mótamælaakstri dráttarvéla um miðborg Lundúna í júlí.
Fréttir 1. október 2020

Innflutningsbann á matvæli sem standast ekki kröfur um gæði, velferð og umhverfismál

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Breskir bændur óttast að hagsmunir þeirra verði fyrir borð bornir í óðagotinu við að ná viðskiptasamningum við ESB vegna útgöngu Breta. Hafa þeir nú safnað milljón undirskriftum með kröfu um að bresk stjórnvöld banni allan innflutning á matvælum sem stenst ekki sömu framleiðlsukröfur og bresk framleiðsla hvað varðar gæði, velferð og umhverfismál. 

Þessi krafa hefur náð eyrum fólks langt út fyrir raðir bænda. Þannig hefur baráttufólk fyrir fæðu- og matvælaöryggi sem og aðgerðarsinnar í dýravelferðarmálum stutt málið samkvæmt fréttum The Guardian og Financial Times. Óttast er að bresk stjórnvöld láti undan kröfum Bandaríkjamanna og fleiri þjóða um viðskipti með landbúnaðarvörur sem framleiddar eru með mun frjálslegri notkun stera, eiturefna og lyfja í landbúnaði en heimilt er að viðhafa í Bretlandi.

Bændur mótmæltu hugsanlegum viðskiptasamningum við Bandaríkjamenn í eins konar „útrýmingaruppreisn“ með akstri dráttarvéla um miðborg Lundúna í júlí síðastliðinn. Var það gert undir slagorðunum „Save British Farming“.

Minette Batters, formaður Landssambands bænda í Bretlandi (National Farmers Union’s), segir að ef það eigi að gera viðskiptasamninga við Bandaríkin, Ástralíu eða einhverja aðra sem skapi hættu á að breska markaðnum sé drekkt í lággæðamatvælum sem framleidd eru með aðstoð hormónalyfja, skordýreiturs, gróðureyðingarefna, sýklalyfja og efna sem veikja dýravelferðarstaðla, þá verði þingmenn að greiða sérstaklega um það atkvæði. 

Minette Batters, formaður Landssambands bænda í Bretlandi.

Yfir milljón undirskriftir

Á sunnudag (20. september) höfðu 1.046.855 einstaklingar skrifað undir kröfu um að maturinn sem er á boðstólum standist kröfur þeirra um gæði, dýravelferð og umhverfismál við framleiðslu hans. Í þessari kröfu segir í lauslegri þýðingu:

„Okkar ríkisstjórn skal tryggja að öll matvæli sem neytt er í Bretlandi, hvort sem er á heimilum, í skólum, á sjúkrahúsum, á veitingastöðum eða eru seld í verslunum, séu framleidd samkvæmt sömu ströngu kröfum og gerðar eru til framleiðslu bænda í Bretlandi. COVID-19 hefur sett mikilvægi fæðuöryggis og rekjanleika fæðunnar í öndvegi.

Ég (undirritaður) trúi því að bresk stjórnvöld sjái tækifærin sem felast í alþjóðlegum hagsmunum Bretlands til að kynna sjálfbærni í framleiðslu og neyslu um heim allan.

Landbúnaður vítt og breitt um Bretland er í háum gæðastaðli hvað varðar öryggi og velferð samhliða metnaði til að ná jafnvægi í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2040. Mjög strangt eftirlit er með hvaða framleiðsluhættir eru leyfðir í landbúnaðarframleiðslu í Bretlandi og ég ætlast til að sömu reglur gildi um framleiðslu á allri fæðu sem flutt er inn til landsins. Sem og að fæða sem ég borða sé örugg, rekjanleg og framleidd samkvæmt ströngustu kröfum um velferð og umhverfisstaðla.

Áður en Bretland hefur viðræður um viðskipti við lönd um allan heim, þá krefst ég þess að bresk stjórnvöld setji lög sem komi í veg fyrir að flutt séu inn matvæli sem standist ekki kröfur laga um slíka framleiðslu hér í landi.“ 

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...