Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Aðgangseyrir verður lagður á ökumenn bifreiða þegar ekið er að Jökulsárlóni.
Aðgangseyrir verður lagður á ökumenn bifreiða þegar ekið er að Jökulsárlóni.
Mynd / Rolf Gelpke
Fréttir 31. mars 2023

Innheimta svæðisgjalda

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Í lok árs 2022 samþykkti stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs tillögur um gjaldtöku. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur nú sett reglugerð á grundvelli þessara tillagna.

Frá árinu 2017 hafa verið innheimt svæðisgjöld af gestum sem heimsækja Skaftafell. Í sumar tekur í gildi sú nýbreytni að gjald verður tekið fyrir gestkomu við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi. Frá þessu er greint á heimasíðu Vatna- jökulsþjóðgarðs. Svæðisgjaldið er lagt á þegar ökutæki kemur að hliði á bílastæði og miðast verðið við stærð bifreiðar. Aðgangseyrir fyrir fimm manna fólksbifreiðar er 1.000 krónur og hækkar gjaldið í nokkrum þrepum. Hæst fer það í 8.500 krónur fyrir rútur sem rúma meira en 33 farþega.

Svæðisgjaldið gildir í sólarhring og er veittur fimmtíu prósent afsláttur ef annað gjaldskylt þjónustusvæði Vatnajökulsþjóðgarðs hefur verið heimsótt áður innan sólarhrings og fullt gjald greitt þar. Þjónustan sem gestir fá aðgang að með greiðslu aðgangseyrisins felst í bílastæðum, gestastofu, salernum, fræðslu og leiðbeiningum frá landvörðum, aðgangi að gönguleiðum og þátttöku í fræðslugöngum þegar þær eru á dagskrá. Tjaldstæðisgjöld eru ekki innifalin.

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...

Snjallsímar bannaðir í grunnskóla
Fréttir 15. nóvember 2024

Snjallsímar bannaðir í grunnskóla

Frá því í haust hefur nemendum Kirkjubæjarskóla verið óheimilt að vera með snjal...