Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Innlegg var 1,6 prósent umfram greiðslumark
Fréttir 12. janúar 2024

Innlegg var 1,6 prósent umfram greiðslumark

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Heildarinnlegg mjólkur á árinu 2023 voru 151.419.108 lítrar sem er rúmlega 1,6 prósent umfram heildargreiðslumark ársins sem var 149.000.000 lítrar.

Magnið er þó nálægt því að vera það sama og heildargreiðslumark þessa árs, sem er 151.500.000 lítrar.

Samkvæmt upplýsingum frá Jóhannesi Hr. Símonarsyni, framkvæmdastjóra Auðhumlu, voru um 55 prósent mjólkurframleiðenda búnir að fullnýta sitt greiðslumark í desember og farnir að leggja inn mjólk sem umframmjólk.

Jóhannes segir að um 25 prósent mjólkurframleiðenda hafi lagt inn 91–100 prósent af sínu greiðslumarki á síðasta ári og um 10 prósent mjólkurframleiðenda lagt inn 81–90 prósent. Um 10 prósent mjólkurframleiðenda hafi þar með lagt inn minna en 80 prósent af því greiðslumarki sem þeir fengu úthlutað á árinu 2023.

Það greiðslumark sem bændur fengu úthlutað á árinu en lögðu ekki inn í afurðastöð fer til útjöfnunar hjá þeim mjólkurframleiðendum sem framleiddu umframmjólk. Jóhannes segir að sá útreikningur fari fram samkvæmt ákvæði reglugerðar um stuðning í nautgriparækt þar sem segir í 11. grein:

„Greiðslur vegna framleiðslu umfram greiðslumark skulu vera
með þeim hætti að greiðslur vegna ónotaðs greiðslumarks gangi hlutfallslega til annarra greiðslumarkshafa. Skal fyrst greitt fyrir fyrsta prósentustig sem greiðslumarkshafi framleiðir umfram eigið greiðslumark og síðan annað prósentustig og svo áfram eftir því sem ónotað greiðslumark gefur tilefni til.“

Útreikningar vegna lokauppgjörs við mjólkurframleiðendur vegna mjólkurframleiðslu ársins 2023 fara fram annars vegar hjá matvælaráðuneytinu vegna stuðningsgreiðslna og hins vegar hjá mjólkurafurðastöðvunum.

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...