Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Innlegg var 1,6 prósent umfram greiðslumark
Fréttir 12. janúar 2024

Innlegg var 1,6 prósent umfram greiðslumark

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Heildarinnlegg mjólkur á árinu 2023 voru 151.419.108 lítrar sem er rúmlega 1,6 prósent umfram heildargreiðslumark ársins sem var 149.000.000 lítrar.

Magnið er þó nálægt því að vera það sama og heildargreiðslumark þessa árs, sem er 151.500.000 lítrar.

Samkvæmt upplýsingum frá Jóhannesi Hr. Símonarsyni, framkvæmdastjóra Auðhumlu, voru um 55 prósent mjólkurframleiðenda búnir að fullnýta sitt greiðslumark í desember og farnir að leggja inn mjólk sem umframmjólk.

Jóhannes segir að um 25 prósent mjólkurframleiðenda hafi lagt inn 91–100 prósent af sínu greiðslumarki á síðasta ári og um 10 prósent mjólkurframleiðenda lagt inn 81–90 prósent. Um 10 prósent mjólkurframleiðenda hafi þar með lagt inn minna en 80 prósent af því greiðslumarki sem þeir fengu úthlutað á árinu 2023.

Það greiðslumark sem bændur fengu úthlutað á árinu en lögðu ekki inn í afurðastöð fer til útjöfnunar hjá þeim mjólkurframleiðendum sem framleiddu umframmjólk. Jóhannes segir að sá útreikningur fari fram samkvæmt ákvæði reglugerðar um stuðning í nautgriparækt þar sem segir í 11. grein:

„Greiðslur vegna framleiðslu umfram greiðslumark skulu vera
með þeim hætti að greiðslur vegna ónotaðs greiðslumarks gangi hlutfallslega til annarra greiðslumarkshafa. Skal fyrst greitt fyrir fyrsta prósentustig sem greiðslumarkshafi framleiðir umfram eigið greiðslumark og síðan annað prósentustig og svo áfram eftir því sem ónotað greiðslumark gefur tilefni til.“

Útreikningar vegna lokauppgjörs við mjólkurframleiðendur vegna mjólkurframleiðslu ársins 2023 fara fram annars vegar hjá matvælaráðuneytinu vegna stuðningsgreiðslna og hins vegar hjá mjólkurafurðastöðvunum.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...