Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
F.v. Hrönn Egilsdóttir frá Hafrannsóknastofnun, Ole Martin Sandberg og Ragnhildur Guðmundsdóttir frá Náttúruminjasafni Íslands, Bryndís Marteinsdóttir frá Landgræðslunni, Skúli Skúlason frá Háskólanum á Hólum og Náttúruminjasafni Íslands, Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra, Benedikt Árnason ráðuneytisstjóri og Björn Helgi Barkarson, skrifstofustjóri sjálfbærni
F.v. Hrönn Egilsdóttir frá Hafrannsóknastofnun, Ole Martin Sandberg og Ragnhildur Guðmundsdóttir frá Náttúruminjasafni Íslands, Bryndís Marteinsdóttir frá Landgræðslunni, Skúli Skúlason frá Háskólanum á Hólum og Náttúruminjasafni Íslands, Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra, Benedikt Árnason ráðuneytisstjóri og Björn Helgi Barkarson, skrifstofustjóri sjálfbærni
Mynd / Matvælaráðuneytið
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræðsla og menntun þurfi að fela í sér samtal allra aðila og reynslu og þekkingu framkvæmdaaðila, þ.m.t. bænda.

Matvælaráðuneytið fól BIODICE, samstarfsvettvangi um líffræðilega fjölbreytni, að taka saman helstu niðurstöður og sjónarmið sem fram komu á málþingi um vistkerfisnálgun í haust. Einnig var óskað eftir tillögur um þau lykilatriði sem eru grundvöllur þess að vistkerfisnálgun sé viðhöfð fyrir mismunandi framleiðslugreinar, sem og aðgerðir við innleiðingu hennar og beitingu.

Segir í samantekt BIODICE að þótt góður vilji hafi verið til að stunda auðlindanýtingu í anda vistkerfisnálgunar á ýmsum sviðum hérlendis standi Íslendingar frammi fyrir margvíslegum alvarlegum vandamálum tengdum ósjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda, hnignun líffræðilegrar fjölbreytni, framandi ágengum tegundum, röskum búsvæða, mengun og áhrifum loftslagsbreytinga. Allt séu þetta atriði sem eru vel þekkt um heim allan og tengjast ekki síst matvælaframleiðslu á einn eða annan hátt.

Sameinuðu þjóðirnar lýsa þessari stöðu mála sem hnattrænu neyðarástandi, að úrlausn þess krefjist viðamikilla hugarfarsbreytinga og breyttra samræmdra viðbragða sem séu skoðuð samhliða öðrum lykilmálefnum á sviði umhverfis- og sjálfbærnimála. Nauðsynlegt sé að staðbundnar nálganir séu samræmdar og settar í alþjóðlegt samhengi, svo sem ábyrgð Íslands á lífverum sem ferðast um heiminn eins og farfuglum og hvölum sem byggja afkomu sína á búsvæðum hérlendis.

Heilt yfir sé staða þekkingar á lífverum og vistkerfum hérlendis of lítil og brotakennd og þörf sé á stórátaki í grunnrannsóknum og vöktunarrannsóknum

Skylt efni: vistkerfisnálgun

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...