Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Þórey Ólöf Gylfadóttir, lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Þórey Ólöf Gylfadóttir, lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Mynd / smh
Fréttir 31. janúar 2020

Ísland þarf að leggja aukna áherslu á rannsóknir í landbúnaði

Höfundur: Ritstjórn

Þórey Ólöf Gylfadóttir, lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands, ræðir við Áskel Þórisson um landbúnaðarrannsóknir í nýjasta hlaðvarpsþættinum Skeggrætt sem aðgengilegur er í Hlöðunni, hlaðvarpi Bændablaðsins.

Þórey segir að miðað við nágrannalöndin standi Ísland sig ekki nógu vel þegar kemur að landbúnaðarrannsóknum. Landbúnaðurinn er flókin atvinnugrein og til þess að hún geti þróast þurfi rannsóknir – og fjármagn. Þekkingin er upphaf og endir alls í landbúnaði og á henni verði byggt þegar loftslagsvandi framtíðarinnar knýr fastar á dyr. „En það kostar tíma og peninga að afla þekkingar,“ segir lektorinn og kallar eftir auknum skilningi á mikilvægi landbúnaðarrannsókna.

Hún nefnir sem dæmi að fjölmargar grunnrannsóknir skorti svo hægt verði að halda á vit nýrra tíma. Þannig sé fátt vitað um kolefnisbindingu í ræktunarlandi og bútæknirannsóknir séu ekki lengur stundaðar.

Þurfum stefnu í landbúnaðarrannsóknum

Þórey kallar líka eftir stefnu í landbúnaðarrannsóknum. Það sé ekki hægt að yfirfæra erlendar rannsóknarniðurstöður á íslenska náttúru. Aðstæður séu þannig á landi hér að það sé einfaldlega ekki hægt. Einnig kemur fram hjá Þóreyju að meðalaldur íslenskra vísindamanna, sem hafa helgað sig landbúnaðarrannsóknum, hækki stöðugt og endurnýjun í þessum hópi gangi hægt. „Það má aldrei vanmeta yfirfærslu þekkingar,“ segir Þórey Ólöf í þættinum.

Norrænt samstarf um fæðuöryggi
Fréttir 6. ágúst 2024

Norrænt samstarf um fæðuöryggi

Norðurlöndin hafa tekið upp formlegt samstarf á sviði fæðuöryggis.

Greina þörf á tæknilausnum
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir ...

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...

Stórþörungar í matvæli
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunu...

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.