Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Akureyri.
Akureyri.
Mynd / HKr.
Fréttir 21. febrúar 2017

Íslandshótel byggja nýtt 120 herbergja hótel á Akureyri

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Íslandshótel hafa samið við arkitektastofuna Kollgátu um hönnun á allt að 120 herbergja hóteli í miðbæ Akureyrar á reit sem kenndur er við Sjallann. Hótelið mun verða rekið undir nafni Fosshótela. 
 
Norðureignir ehf., sem er dótturfélag Íslandshótela, keyptu Sjallann og þann byggingarétt, sem fylgir eigninni, í fyrra.  Unnið er að hönnun hótelsins í góðu samstarfi við bæjaryfirvöld og verða fyrstu drög kynnt fljótlega. Þar sem um mikilvæga byggingu er að ræða verður í hönnun hússins tekið mið af sögu Sjallans, segir í frétt á vefsíðu Fosshótela.
 
Að hluta til skíðahótel
 
Það er mikill vaxtarbroddur í ferðamennsku á Norðurlandi en spáð hefur verið allt að 20% fjölgun ferðamanna á þessu ári. Íslandshótel taka þátt í uppbyggingunni á svæðinu og sem dæmi var Fosshótel Húsavík nýlega endurbætt verulega og er nú orðið að stærsta ráðstefnuhóteli Norðurlands. Þessi gríðarlega aukning ferðamanna fyrir norðan hefur aðallega verið yfir sumartímann en vetrarferðamennskan hefur átt erfiðara uppdráttar. Líklegt er að auknar flugsamgöngur, opnun á Vaðlaheiðargöngunum og Demantshringnum árið 2018 muni verða til þess að Norðurlandið verði eftirsóttur kostur fyrir ferðamenn yfir vetrartímann. 
 
Íslandshótel eru að leggja sitt af mörkum til að efla Norðurlandið sem áfangastað allt árið. Fyrirhugað er að hið nýja hótel verði að hluta skíðahótel sem mun án efa hafa jákvæð áhrif á vetrarferðir fyrir landsvæðið en Norðurlandið býður upp á mestan fjölda af skíðasvæðum á Íslandi. 
 
Framkvæmdin, sem verður í höndum Beka ehf., fer fram í tveimur áföngum þar sem þeim fyrri verður lokið 2018. Bygging hótelsins mun verða góð innspýting fyrir vinnumarkaðinn á Akureyri þar sem mikill fjöldi mun starfa við framkvæmdina sjálfa auk þess sem við opnun hótelsins munu verða til um 40–50 starfsgildi.
Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...