Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Frá fyrri prjónahátíð á Norðurbryggju.
Frá fyrri prjónahátíð á Norðurbryggju.
Fréttir 30. ágúst 2018

Íslensk prjónahátíð á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn

Höfundur: smh

Íslenskri prjónahátíð verður haldin 7. og 8. september í Norðurbryggju í Kaupmannahöfn, sem er menningarhús Íslands, Færeyja og Grænlands á Kristjánshöfn.

Prjónahátíðin nefnist Pakhusstrik og að sögn Höllu Benediktsdóttur, umsjónarmanns Jónshúss og verkefnisstjóra hátíðarinnar, verða íslenskir garnframleiðendur á staðnum ásamt íslenskum prjónahönnuðum og ætla þeir meðal annars að segja frá vörum sínum og vonandi selja dönskum handprjónafólki afurðir sínar.

Íslenskar ullarvörur henta vel danskri veðráttu

„Í Danmörku er mikill áhugi á Íslandi og íslenskri menningu. Íslensk prjónahefð og íslenskar prjónauppskriftir njóta vinsælda. Sala á íslensku handprjónabandi hefur aukist mikið síðastliðin ár enda henta íslenskar ullarvörur vel danskri veðráttu.

Það sem gerir þennan viðburð einstakan er að þar er hægt að kaupa garn, uppskriftir og annað sem tilheyrir handprjóni. Umfram það er boðið upp á  fyrirlesta, námskeið, tískusýningu – og í fyrsta sinn verður keppt í hraðprjónakeppi,“ segir Halla, en miðaverði er stillt í hóf og með hverjum keyptum miða fylgir gjöf frá Ístex.

Sérstök áhersla á lopapeysuna

Halla segir að til að fagna fullveldisafmælisárinu verði lögð sérstök áhersla á lopapeysuna.  „Til að gera henni góð skil verður haldin sýning um hana í anddyri Sendiráðs Íslands – sem er í sama húsi – undir yfirskriftinni Íslenska lopapeysan - uppruni, saga og hönnun.  Sýningin opnar föstudaginn 7. september og verður út árið. Auk þess flytur Ásdís Jóelsdóttir, lektor í Háskóla Íslands, fyrirlestur um uppruna lopapeysunnar og Auður Björt Skúladóttir flytur fyrirlestur um hvernig lopapeysa er prjónuð,“ segir Halla.

Þetta er fimmta árið í röð sem prjónahátíðin er haldin. Fjöldi þátttakenda hefur vaxið með hverju ári og segir Halla að í það stefni að uppselt verði í ár á hátíðina.

2 myndir:

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...