Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Frá fyrri prjónahátíð á Norðurbryggju.
Frá fyrri prjónahátíð á Norðurbryggju.
Fréttir 30. ágúst 2018

Íslensk prjónahátíð á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn

Höfundur: smh

Íslenskri prjónahátíð verður haldin 7. og 8. september í Norðurbryggju í Kaupmannahöfn, sem er menningarhús Íslands, Færeyja og Grænlands á Kristjánshöfn.

Prjónahátíðin nefnist Pakhusstrik og að sögn Höllu Benediktsdóttur, umsjónarmanns Jónshúss og verkefnisstjóra hátíðarinnar, verða íslenskir garnframleiðendur á staðnum ásamt íslenskum prjónahönnuðum og ætla þeir meðal annars að segja frá vörum sínum og vonandi selja dönskum handprjónafólki afurðir sínar.

Íslenskar ullarvörur henta vel danskri veðráttu

„Í Danmörku er mikill áhugi á Íslandi og íslenskri menningu. Íslensk prjónahefð og íslenskar prjónauppskriftir njóta vinsælda. Sala á íslensku handprjónabandi hefur aukist mikið síðastliðin ár enda henta íslenskar ullarvörur vel danskri veðráttu.

Það sem gerir þennan viðburð einstakan er að þar er hægt að kaupa garn, uppskriftir og annað sem tilheyrir handprjóni. Umfram það er boðið upp á  fyrirlesta, námskeið, tískusýningu – og í fyrsta sinn verður keppt í hraðprjónakeppi,“ segir Halla, en miðaverði er stillt í hóf og með hverjum keyptum miða fylgir gjöf frá Ístex.

Sérstök áhersla á lopapeysuna

Halla segir að til að fagna fullveldisafmælisárinu verði lögð sérstök áhersla á lopapeysuna.  „Til að gera henni góð skil verður haldin sýning um hana í anddyri Sendiráðs Íslands – sem er í sama húsi – undir yfirskriftinni Íslenska lopapeysan - uppruni, saga og hönnun.  Sýningin opnar föstudaginn 7. september og verður út árið. Auk þess flytur Ásdís Jóelsdóttir, lektor í Háskóla Íslands, fyrirlestur um uppruna lopapeysunnar og Auður Björt Skúladóttir flytur fyrirlestur um hvernig lopapeysa er prjónuð,“ segir Halla.

Þetta er fimmta árið í röð sem prjónahátíðin er haldin. Fjöldi þátttakenda hefur vaxið með hverju ári og segir Halla að í það stefni að uppselt verði í ár á hátíðina.

2 myndir:

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...