Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Íslenskir kjötframleiðendur gætu tapað hátt í 2.000 milljónum á ári
Fréttir 29. nóvember 2018

Íslenskir kjötframleiðendur gætu tapað hátt í 2.000 milljónum á ári

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Samkvæmt útreikningum Deloitte má búast við að beint tekjutap íslenskra kjötframleiðenda geti numið nær tveimur milljörðum króna á ári ef heimilaður verður frjáls innflutningur á fersku nauta-, svína- og alifuglakjöti sem og eggjum og mjólk.

 Á meðan framleiðsla á kjötvörum mun verða af allt að 1.750 milljóna króna tekjum, þá mun eggjaframleiðslan skaðast um 50 milljónir en skaði mjólkurframleiðslu mun jafnast út að óbreyttu. Hins vegar er ekki greind hugsanleg afleidd áhrif þess ef leggja þyrfti niður ákveðin bú eða draga verulega úr umsvifum þeirra.

Þá eru heldur ekki greind hugsanleg áhrif mögulegs kostnaðar sem gæti komið til vegna dýrasjúkdóma sem kunna að berast til landsins vegna leyfðs innflutnings á fersku kjöti og ógerilsneyddri mjólk og eggjum.

Framleiðsluvirði nauta-, svína- og alifuglakjöts á árinu 2016 nam um 9,8 milljörðum króna. Deloitte miðar við tvær sviðsmyndir, þ.e. að Deloitte áætlar að tekjutap íslenskra framleiðenda vegna aukins innflutnings á slíkum kjötafurðum í kjölfar frjáls innflutnings á fersku kjöti geti numið á bilinu 1,4 til 1,8 milljörðum króna á ári, eða 14–18%. Greiningin gerir samt ekki ráð fyrir því að neyslumynstur íslenskra neytenda á matvælaflokkunum breytist ef innflutningur á fersku kjöti verður leyfður.

1.800 milljóna króna tap

Miðað er við framleiðslu og neyslu ársins 2016. Þá voru framleiddar nautakjötsafurðir á 822 búum fyrir 3.130 milljónir króna. Áætlað er að í þeirri framleiðslu geti tapið numið 500 til 650 milljónum króna á ári eða 16–21%. Af svínakjöti var framleiðsluvirðið 2.525 milljónir króna. Útreiknað tap vegna innflutnings er þar talið geta numið 300 til 450 milljónum króna, eða 12–18%.

Í alifuglarækt voru framleiddar afurðir fyrir 4.152 milljónir króna. Samkvæmt útreikningum Deloitte gæti tap framleiðenda í þeirri grein vegna innflutnings á hráu kjöti numið um 600 til 650 milljónum króna á ári eða 14–16% og 50 milljónum í eggjaframleiðslu. Þannig gæti heimild til innflutnings á fersku kjöti kostað þessar fjórar framleiðslugreinar hátt í tvo milljarða árlega, eða allt að 1.800 milljónum króna.

Stóráfall fyrir heilbrigðiskerfið?

Í þessum útreikningum Deloitte, sem gerðir voru að beiðni Bændasamtaka Íslands, er ekki tekið tillit til kostnaðar heilbrigðiskerfisins vegna hugsanlegra áfalla af vaxandi gengi sýklalyfjaónæmra baktería í kjölfar innflutnings á hráu, ófrosnu kjöti.

Karl G. Kristinsson, prófessor í sýklafræði við HÍ, hefur varað við þessum innflutningi og vísað til þess að búist er við að 10 milljónir manna muni láta lífið á heimsvísu af völdum ólæknandi smits frá sýklalyfjaónæmum bakteríum árið 2050. Dánartíðnin eykst hröðum skrefum víða um lönd. Enn sem komið er hafa Íslendingar sloppið vel vegna einangrunar landsins og þeirra sérstöðu að notkun sýklalyfja í landbúnaði er hvergi minni en hér á landi, nema hugsanlega í Noregi. Mikil notkun sýklalyfja er einmitt höfuðorsökin fyrir því að sýklar mynda ónæmi fyrir þessum lífsnauðsynlegu lyfjum.

Baráttan við ofursýkla kostar

Stofnun ofnæmis- og smitsjúkdóma í Bandaríkjunum (National Institute of Allergy and Infectious diseases) segir að sýklalyfjaónæmi valdi nú árlega um 90.000 dauðsföllum þar í landi. Kostnaður heilbrigðiskerfisins vegna glímunnar við þessa ofursýkla nemur um 55 milljörðum dollara á ári, eða sem svarar hátt í 6.800 milljörðum íslenskra króna.

Það var ekki fyrr en á síðasta ári sem matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna, FDA, hóf að vinna gegn notkun sýklalyfja í landbúnaði þar í landi. Í Evrópu hefur staðan verið litlu betri. Sýklalyfjanotkun í landbúnaði í okkar helstu viðskiptalöndum er gríðarleg og kostar árlega á fjórða tug þúsunda mannslífa. 

Sjá nánar á blaðsíðu tvö í Bændablaðinu.

 

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...