Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Norrænu búvörumerkin sem verða höfð til hliðsjónar við útfærslu á því íslenska.; norska, sænska og það finnska.
Norrænu búvörumerkin sem verða höfð til hliðsjónar við útfærslu á því íslenska.; norska, sænska og það finnska.
Fréttir 12. febrúar 2021

Íslenskt búvörumerki og mælaborð landbúnaðarins

Höfundur: smh

Í endurskoðuðum rammasamningi á milli ríkis og bænda, um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins, sem staðfestur var með undirskriftum á fimmtudaginn er kveðið á um að svokallað mælaborð landbúnaðarins verði sett á fót og að Bændasamtök Íslands hafi umsjón með útfærslu á sér­stöku búvörumerki fyrir íslenskar búvörur.

Í samningnum er tiltekið að frá og með þessu ári renni fjármunir til Bændasamtaka Íslands ár hvert sem eru hugsaðir til að standa straum af kostnaði við gerð, kynningu og atkvæðagreiðslur um búvörusamninga en einnig varðandi verkefni sem samtökum er falin með lögum eða öðrum stjórnvaldsfyrirmælum. Eitt af slík­um verkefnum er útfærsla og gerð búvörumerkis fyrir íslenskar búvörur sem verði unnið í samræmi við sérstakt samkomulag atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og Bændasamtaka Íslands.

Betri merkingar matvæla

Í skýrslu samráðshóps um betri merkingar matvæla, sem skil­að var til atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytisins (ANR) 9. september 2020, er ein af tillögunum hug­myndin um sérstakt búvörumerki fyrir íslenskar landbúnaðarvörur. Þar er bent á að eitt helsta umkvörtunarefni neytenda á Íslandi varðandi matvælamerkingar sé að það geti verið erfitt að átta sig á því hvort búvara sé úr innlendu eða erlendu hráefni. Ekki sé skylt að merkja unnar kjötvörur og tilbúna rétti með upprunalandi og skyldumerkingar á matvælum oft í smáu letri á mismunandi stöðum á pakkningum. Sumir framleiðendur hafi brugðið á það ráð að hanna eigin upprunamerki fyrir matvörur úr innlendum búvörum.

Hugmyndin, sem sett er fram í samráðshópunum, er að slíkt merki yrði notað á matvörur sem innihalda að lágmarki 70–80 prósent af innlendu hráefni. Sambærileg norræn merki sem notuð eru fyrir Noreg, Svíþjóð og Finnland verði höfð til hliðsjónar.

Mælaborðið verður stafrænn upplýsingavettvangur

Í rammasamningnum kemur fram í umfjöllun um mælaborð land­búnaðarins að nauðsynlegt þyki að hafa yfirsýn yfir framleiðslu, sölu og birgðir í landinu – meðal annars vegna fæðuöryggis – auk þess sem slíkur gagnagrunnur muni auka gagnsæi.

Samkvæmt upplýsingum úr ANR verður mælaborð landbúnaðarins stafrænn vettvangur sem safnar gögnum frá gagnaveitum og birtir upplýsingar á gagnvirkan og skilmerkilegan hátt. Auk upplýsinga um framleiðslu, sölu og birgðir helstu landbúnaðarafurða verður þar haldið utan um inn- og útflutning, framleiðsluspár, rekstrarumhverfi landbúnaðar og framkvæmd búvörusamninga. Þar verða dregnar saman hagtölur landbúnaðarins sem meðal annars snerta framleiðslu og rekstrarumhverfi landbúnaðar og þeim haldið við á sjálfvirkan hátt.

Þegar eru til sambærileg mælaborð fyrir ferðaþjónustuna og sjávarútveginn á Íslandi

Gunnar Þorgeirsson, formaður Bænda­samtaka Íslands, segir að ekki sé tímabært að gefa út hvenær búvörumerkið verði tilbúið. Samráð verði haft við afurðastöðvar í landbúnaði og verkefnið sé í raun rétt að fara af stað. Hann segir að væntingar hefðu verið um að mælaborð landbúnaðarins yrði kynnt fyrir síðustu áramót, en það verði væntanlega til umræðu á næsta fundi framkvæmdanefndar búvörusamninga. 

Nyt Norg er merki fyrir norskan mat og drykki. Það á að auðvelda neytendum að velja norskar matvörur í verslunum. Merkið staðfestir að hráefnið sé norskt, bóndinn eða framleiðandinn fylgi norskum reglum um framleiðslu og geti sýnt fram á það að maturinn sé framleiddur og pakkaður í Noregi og að kjöt, mjólk og egg séu af 100 prósent norskum uppruna. Fyrir samsettar vörur er krafan um að 75 prósent innihaldsefna, að minnsta kosti, séu af norskum uppruna. Matmerk hefur umsjón með Nyt Norge.

Á bak við sænska merkið Från Sverige standa Swedish Food Federation, Svensk Daglig­varu­handel og Samtök sænskra bænda. Merkið er valfrjálst og í eigu Svenskmärkning AB, sem sér um merkið, sinnir eftirliti, gefur út leyfi til að nota merkið og sinnir markaðssetningu á merkingu. Merkið staðfestir að öll dýr eru fædd, alin og slátruð í Svíþjóð, ræktun fer fram í Svíþjóð, vinnsla og pökkun í Svíþjóð og kjöt, egg, fiskur, skelfiskur og mjólk 100 prósent sænskt. Sérstakar reglur gilda um samsettar/unnar vörur en að minnsta kosti 75 prósent af innihaldi þeirra verður að vera sænskt, til dæmis pylsur, brauð og ávaxtajógúrt.

Finnska merkið Hyvää Suomesta gildir fyrir pökkuð matvæli frá Finnlandi. Það staðfestir að varan er framleidd og pökkuð í Finnlandi, inniheldur að minnsta kosti 75 prósent innihaldsefni frá Finnlandi og að kjöt, fiskur, egg og mjólk eru 100 prósent finnsk. Merkið er valfrjálst og í eigu Ruokatieto Yhdistys ry, sem eru samtök þeirra fyrirtækja sem nota merkið.

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...