Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Jafnvægisverð 185 krónur á lítrann
Mynd / Bbl
Fréttir 1. apríl 2020

Jafnvægisverð 185 krónur á lítrann

Höfundur: Ritstjórn

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu bárust 227 gild tilboð um kaup og sölu á tilboðsmarkaði fyrir greiðslumark mjólkur þann 1. apríl 2020.  Jafnvægisverð á markaði er 185 krónur á hvern lítra. Það er sama verð og ráðherra ákvað að yrði hámarksverð.

Í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu kemur fram að ráðherra hafi ákveðið það að tillögu framkvæmdanefndar búvörusamninga. Skoða þurfi myndun jafnvægisverðs í þessu ljósi, þar sem tilboð tóku nær undantekningarlaust mið af settu hámarksverði.

Þetta er fyrsti markaðurinn með greiðslumark sem samið var um við endurskoðuðun á samstarfssamningi um nautgriparækt milli ríkis og bænda á síðasta ári. 

Tilboð voru send með rafrænum hætti í gegnum AFURÐ sem er greiðslukerfi landbúnaðarins og liggur eftirfarandi niðurstaða fyrir:

  • Fjöldi gildra tilboða um sölu á greiðslumarki mjólkur voru 9 
  • Fjöldi gildra tilboða um kaup voru 218 
  • Fjöldi kauptilboða undir jafnvægisverði voru 4.
  • Greiðslumark sem boðið var fram (sölutilboð) voru alls 586.046 lítrar 
  • Greiðslumark sem óskað var eftir (kauptilboð) voru      9.836.190 lítrar 
  • Greiðslumark sem viðskipti ná til eftir opnun tilboða (jafnvægismagn) voru 585.981lítrar að andvirði 108.406.485 kr.

„Línuritið sýnir niðurstöðu tilboðsmarkaðar þann 1. apríl 2020. Á myndinni er sýnd blá lína framboðs og rauð lína eftirspurnar. Jafnvægisverð sem fram kom á markaðinum reyndist krónur 185 kr./l. eins og áður segir.

Þeir sem lögðu inn tilboð um sölu á greiðslumarki á verði 185  kr./l. eða lægra selja nú greiðslumark sitt. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið , mun nú senda öllum tilboðsgjöfum upplýsingar um afgreiðslu tilboða og gera breytingar á skráningu greiðslumarks þegar uppgjör hefur farið fram. Upplýsingar um greiðslumark sitt geta bændur nálgast í AFURÐ og á Bændatorginu,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...