Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Jafnvægisverð 185 krónur á lítrann
Mynd / Bbl
Fréttir 1. apríl 2020

Jafnvægisverð 185 krónur á lítrann

Höfundur: Ritstjórn

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu bárust 227 gild tilboð um kaup og sölu á tilboðsmarkaði fyrir greiðslumark mjólkur þann 1. apríl 2020.  Jafnvægisverð á markaði er 185 krónur á hvern lítra. Það er sama verð og ráðherra ákvað að yrði hámarksverð.

Í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu kemur fram að ráðherra hafi ákveðið það að tillögu framkvæmdanefndar búvörusamninga. Skoða þurfi myndun jafnvægisverðs í þessu ljósi, þar sem tilboð tóku nær undantekningarlaust mið af settu hámarksverði.

Þetta er fyrsti markaðurinn með greiðslumark sem samið var um við endurskoðuðun á samstarfssamningi um nautgriparækt milli ríkis og bænda á síðasta ári. 

Tilboð voru send með rafrænum hætti í gegnum AFURÐ sem er greiðslukerfi landbúnaðarins og liggur eftirfarandi niðurstaða fyrir:

  • Fjöldi gildra tilboða um sölu á greiðslumarki mjólkur voru 9 
  • Fjöldi gildra tilboða um kaup voru 218 
  • Fjöldi kauptilboða undir jafnvægisverði voru 4.
  • Greiðslumark sem boðið var fram (sölutilboð) voru alls 586.046 lítrar 
  • Greiðslumark sem óskað var eftir (kauptilboð) voru      9.836.190 lítrar 
  • Greiðslumark sem viðskipti ná til eftir opnun tilboða (jafnvægismagn) voru 585.981lítrar að andvirði 108.406.485 kr.

„Línuritið sýnir niðurstöðu tilboðsmarkaðar þann 1. apríl 2020. Á myndinni er sýnd blá lína framboðs og rauð lína eftirspurnar. Jafnvægisverð sem fram kom á markaðinum reyndist krónur 185 kr./l. eins og áður segir.

Þeir sem lögðu inn tilboð um sölu á greiðslumarki á verði 185  kr./l. eða lægra selja nú greiðslumark sitt. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið , mun nú senda öllum tilboðsgjöfum upplýsingar um afgreiðslu tilboða og gera breytingar á skráningu greiðslumarks þegar uppgjör hefur farið fram. Upplýsingar um greiðslumark sitt geta bændur nálgast í AFURÐ og á Bændatorginu,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins.

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...