Jóhannes Hreiðar ráðinn framkvæmdastjóri
Auðhumla hefur ráðið Jóhannes Hreiðar Símonarson framkvæmdastjóra Auðhumlu svf.
Jóhannes tekur við starfinu af Garðari Sverrissyni, sem hefur gegnt starfinu frá ársbyrjun 2016. Hann tekur við starfinu fljótlega eftir áramót, en hann starfaði lengi sem ráðunautur hjá BSSL og færði sig síðan yfir til Arion banka og var meðal annars útibússtjóri hjá Arion banka á Hellu. Frá 2020 hefur Jóhannes verið framkvæmdastjóri umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs.
Ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur
Jóhannes segist spenntur fyrir starfinu og hlakkar til að takast á við það. „Ég geri mér grein fyrir að það er ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur, að taka við starfi af jafn farsælum manni og Garðar Eiríksson er – en ég mun gera mitt besta,“ segir Jóhannes.
Auðhumla er samvinnufélag í eigu um 500 mjólkurframleiðenda um land allt.
Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis.