Jólablað Bændablaðsins
Í jólablaði Bændablaðsins sem fer í dreifingu á morgun er að vanda sneisafullt af fréttum, fræðslu- og skemmtiefni. Sagt er frá viðhorfi íslendinga til búsetu á landsbyggðinni, ganginum í viðræðum um nýjan búvörusamning, fjallað er um gildi matvælaöryggis, epli, jólamarkaði, jólasveina og þjóðsögur um áramót svo fátt eitt sé nefnt.
Blaðið er 88 blaðsíður að þessu sinni og hefur aldrei verið efnismeira.