Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Heimsmeistaraostinum 2018 hampað, sem ostaframleiðandinn Jørn Hafslund frá Ostegården í Bergen vann.
Heimsmeistaraostinum 2018 hampað, sem ostaframleiðandinn Jørn Hafslund frá Ostegården í Bergen vann.
Mynd / Odd Mehus
Fréttir 28. nóvember 2018

Jørn Hafslund frá Ostegården í Bergen er heimsmeistari í ostagerð

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Það var sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana á dögunum þar sem besti ostur í heimi var valinn í Grieg-höllinni í Bergen í Noregi. Bresku samtökin Guild of Fine Food halda heimsmeistaramótið í ostum ár hvert en að þessu sinni var það ostaframleiðandinn Jørn Hafslund frá Ostegården í Bergen sem fór með sigur af hólmi eftir að tæplega 3.500 ostar alls staðar að úr heiminum höfðu verið skoðaðir, lyktað af og bragðaðir af hópi sérvalinna dómara.
 
Það var gouda ostur frá Krokeide í Bergen, sem kallast Fanaost, sem vann heimsmeistaratitilinn að þessu sinni. Nálægt 3.500 ostar kepptu um titilinn frá 41 landi, þar af voru 175 frá norskum framleiðendum. Í undanúrslitum stóð valið á milli 16 osta og sigraði ostaframleiðandinn Jørn Hafslund en hann fékk bronsverðlaun í fyrra í London í sömu keppni með sama ostinn. Enginn ostur frá Íslandi keppti á heimsmeistaramótinu. 
 
„Við horfum í áferð, útlit, lykt og bragð og ekki má vera minnsta frávik í áferðinni sem dæmi,“ sagði Olav Lie Nilsen, ostabóndi og hóteleigandi í Noregi, sem var einn af dómurum keppninnar. Með honum eru Sue Haddleton frá London og Tim Welsh, ostaframleiðandi frá Salt Lake City í Utah í Bandaríkjunum. Mynd / ehg
 
Bresku samtökin Guild of Fine Food standa fyrir heimsmeistaramótinu í ostum ár hvert og einnig matvælakeppninni Great Taste. Samtökin styðja við og kynna sérstaka matvælaframleiðendur, sveitaverslanir og matarhallir sem styðja við framleiðendur. Um 1.300 meðlimir eru í samtökunum sem halda heimsmeistaramótið í ostum árið 2019 í Bergamo á Ítalíu. Glæsilega og fagmannlega var staðið að heimsmeistaramótinu í Bergen í ár sem fékk mikla athygli og umfjöllun í erlendum fjölmiðlum.

5 myndir:

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...