Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Heimsmeistaraostinum 2018 hampað, sem ostaframleiðandinn Jørn Hafslund frá Ostegården í Bergen vann.
Heimsmeistaraostinum 2018 hampað, sem ostaframleiðandinn Jørn Hafslund frá Ostegården í Bergen vann.
Mynd / Odd Mehus
Fréttir 28. nóvember 2018

Jørn Hafslund frá Ostegården í Bergen er heimsmeistari í ostagerð

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Það var sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana á dögunum þar sem besti ostur í heimi var valinn í Grieg-höllinni í Bergen í Noregi. Bresku samtökin Guild of Fine Food halda heimsmeistaramótið í ostum ár hvert en að þessu sinni var það ostaframleiðandinn Jørn Hafslund frá Ostegården í Bergen sem fór með sigur af hólmi eftir að tæplega 3.500 ostar alls staðar að úr heiminum höfðu verið skoðaðir, lyktað af og bragðaðir af hópi sérvalinna dómara.
 
Það var gouda ostur frá Krokeide í Bergen, sem kallast Fanaost, sem vann heimsmeistaratitilinn að þessu sinni. Nálægt 3.500 ostar kepptu um titilinn frá 41 landi, þar af voru 175 frá norskum framleiðendum. Í undanúrslitum stóð valið á milli 16 osta og sigraði ostaframleiðandinn Jørn Hafslund en hann fékk bronsverðlaun í fyrra í London í sömu keppni með sama ostinn. Enginn ostur frá Íslandi keppti á heimsmeistaramótinu. 
 
„Við horfum í áferð, útlit, lykt og bragð og ekki má vera minnsta frávik í áferðinni sem dæmi,“ sagði Olav Lie Nilsen, ostabóndi og hóteleigandi í Noregi, sem var einn af dómurum keppninnar. Með honum eru Sue Haddleton frá London og Tim Welsh, ostaframleiðandi frá Salt Lake City í Utah í Bandaríkjunum. Mynd / ehg
 
Bresku samtökin Guild of Fine Food standa fyrir heimsmeistaramótinu í ostum ár hvert og einnig matvælakeppninni Great Taste. Samtökin styðja við og kynna sérstaka matvælaframleiðendur, sveitaverslanir og matarhallir sem styðja við framleiðendur. Um 1.300 meðlimir eru í samtökunum sem halda heimsmeistaramótið í ostum árið 2019 í Bergamo á Ítalíu. Glæsilega og fagmannlega var staðið að heimsmeistaramótinu í Bergen í ár sem fékk mikla athygli og umfjöllun í erlendum fjölmiðlum.

5 myndir:

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...