Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Heimsmeistaraostinum 2018 hampað, sem ostaframleiðandinn Jørn Hafslund frá Ostegården í Bergen vann.
Heimsmeistaraostinum 2018 hampað, sem ostaframleiðandinn Jørn Hafslund frá Ostegården í Bergen vann.
Mynd / Odd Mehus
Fréttir 28. nóvember 2018

Jørn Hafslund frá Ostegården í Bergen er heimsmeistari í ostagerð

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Það var sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana á dögunum þar sem besti ostur í heimi var valinn í Grieg-höllinni í Bergen í Noregi. Bresku samtökin Guild of Fine Food halda heimsmeistaramótið í ostum ár hvert en að þessu sinni var það ostaframleiðandinn Jørn Hafslund frá Ostegården í Bergen sem fór með sigur af hólmi eftir að tæplega 3.500 ostar alls staðar að úr heiminum höfðu verið skoðaðir, lyktað af og bragðaðir af hópi sérvalinna dómara.
 
Það var gouda ostur frá Krokeide í Bergen, sem kallast Fanaost, sem vann heimsmeistaratitilinn að þessu sinni. Nálægt 3.500 ostar kepptu um titilinn frá 41 landi, þar af voru 175 frá norskum framleiðendum. Í undanúrslitum stóð valið á milli 16 osta og sigraði ostaframleiðandinn Jørn Hafslund en hann fékk bronsverðlaun í fyrra í London í sömu keppni með sama ostinn. Enginn ostur frá Íslandi keppti á heimsmeistaramótinu. 
 
„Við horfum í áferð, útlit, lykt og bragð og ekki má vera minnsta frávik í áferðinni sem dæmi,“ sagði Olav Lie Nilsen, ostabóndi og hóteleigandi í Noregi, sem var einn af dómurum keppninnar. Með honum eru Sue Haddleton frá London og Tim Welsh, ostaframleiðandi frá Salt Lake City í Utah í Bandaríkjunum. Mynd / ehg
 
Bresku samtökin Guild of Fine Food standa fyrir heimsmeistaramótinu í ostum ár hvert og einnig matvælakeppninni Great Taste. Samtökin styðja við og kynna sérstaka matvælaframleiðendur, sveitaverslanir og matarhallir sem styðja við framleiðendur. Um 1.300 meðlimir eru í samtökunum sem halda heimsmeistaramótið í ostum árið 2019 í Bergamo á Ítalíu. Glæsilega og fagmannlega var staðið að heimsmeistaramótinu í Bergen í ár sem fékk mikla athygli og umfjöllun í erlendum fjölmiðlum.

5 myndir:

Melrakki rannsakaður í krók og kring
Fréttir 4. nóvember 2024

Melrakki rannsakaður í krók og kring

Nú stendur yfir rannsókn á stofngerð íslensku tófunnar og stöðu hennar á þremur ...

Samvinna fremur en samkeppni
Fréttir 4. nóvember 2024

Samvinna fremur en samkeppni

Rétt neðan við afleggjara Landeyjahafnarvegar stendur reisulegt hús með gömlu ís...

Vörður staðinn um lífríki Látrabjargs
Fréttir 1. nóvember 2024

Vörður staðinn um lífríki Látrabjargs

Staðfest hefur verið stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Látrabjarg. Markmið henn...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 1. nóvember 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Verður forstjóri til áramóta
Fréttir 31. október 2024

Verður forstjóri til áramóta

Auður H. Ingólfsdóttir, sem gegnt hefur starfi sviðsstjóra loftslagsmála og hrin...

Samvinna ungra bænda
Fréttir 31. október 2024

Samvinna ungra bænda

Stjórnir ungbændahreyfinga á öllum Norðurlöndunum eiga í stöðugum samskiptum til...

Vilja reisa mannvirki
Fréttir 30. október 2024

Vilja reisa mannvirki

Linde Gas ehf. hefur óskað eftir deiliskipulagsbreytingu á lóð sinni á Hæðarenda...

Vegurinn áfram mun ráðast af nýliðun og nýsköpun
Fréttir 30. október 2024

Vegurinn áfram mun ráðast af nýliðun og nýsköpun

Nýliðun, afkomutrygging, nýsköpun, fæðuöryggi og umhverfismál voru efst á baugi ...