Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Mynd tengist frétt ekki beint
Mynd tengist frétt ekki beint
Mynd / John Wayne Hill / Unsplash
Fréttir 8. október 2024

Kæra hótanir

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Tveir einstaklingar hafa verið kærðir til lögreglu fyrir hótanir í garð eftirlitsmanns Matvælastofnunar (MAST).

Hrönn Ólína Jörundsdóttir.

Málin tvö eru óskyld atvik og áttu sér stað við eftirlit á Suðurlandi fyrr á þessu ári, að því er fram kemur í tilkynningu frá MAST. Báðir einstaklingarnir eru búfjáreigendur.

Samkvæmt upplýsingum frá Hrönn Ólínu Jörundsdóttur, forstjóra MAST, er stofnunin skýr í viðbrögðum þegar mál af þessu tagi koma upp. Í almennum hegningarlögum segi að hver sá sem ræðst með hótunum um ofbeldi á opinberan starfmann þegar hann er að gegna skyldustarfi sínu, eða út af því, skuli sæta refsingu.

Stofnunin taki það því mjög alvarlega ef slík tilfelli koma upp og þau séu umsvifalaust kærð til lögreglu.

Þetta sé ekki í fyrsta sinn sem stofnunin kærir búfjáreigendur vegna framkomu gagnvart eftirlitsmönnum en frá árinu 2020 hafa fimm slík mál komið upp.

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...