Mynd tengist frétt ekki beint
Mynd tengist frétt ekki beint
Mynd / John Wayne Hill / Unsplash
Fréttir 8. október 2024

Kæra hótanir

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Tveir einstaklingar hafa verið kærðir til lögreglu fyrir hótanir í garð eftirlitsmanns Matvælastofnunar (MAST).

Hrönn Ólína Jörundsdóttir.

Málin tvö eru óskyld atvik og áttu sér stað við eftirlit á Suðurlandi fyrr á þessu ári, að því er fram kemur í tilkynningu frá MAST. Báðir einstaklingarnir eru búfjáreigendur.

Samkvæmt upplýsingum frá Hrönn Ólínu Jörundsdóttur, forstjóra MAST, er stofnunin skýr í viðbrögðum þegar mál af þessu tagi koma upp. Í almennum hegningarlögum segi að hver sá sem ræðst með hótunum um ofbeldi á opinberan starfmann þegar hann er að gegna skyldustarfi sínu, eða út af því, skuli sæta refsingu.

Stofnunin taki það því mjög alvarlega ef slík tilfelli koma upp og þau séu umsvifalaust kærð til lögreglu.

Þetta sé ekki í fyrsta sinn sem stofnunin kærir búfjáreigendur vegna framkomu gagnvart eftirlitsmönnum en frá árinu 2020 hafa fimm slík mál komið upp.

Arfgerðargreindir gripir standast ekki villupróf
Fréttir 10. október 2024

Arfgerðargreindir gripir standast ekki villupróf

Mikill gangur hefur verið í arfgerðargreiningum í sauðfé frá áramótum.

Upplýsa þarf um smithættu af vanelduðum hamborgurum
Fréttir 10. október 2024

Upplýsa þarf um smithættu af vanelduðum hamborgurum

Tvær nýlegar hópsýkingar hafa orðið í Noregi sem raktar voru til hamborgarakjöts...

Afkomutjón blasir við
Fréttir 10. október 2024

Afkomutjón blasir við

Forsendur ylræktar bresta augljóslega ef ekki er tryggt aðgengi að grunnþáttum f...

Lömbin léttari en í fyrra
Fréttir 10. október 2024

Lömbin léttari en í fyrra

Sigurður Bjarni Rafnsson, sláturhússtjóri Kaupfélags Skagfirðinga (KS), segir sl...

Uppskerubrestur á kartöflum
Fréttir 10. október 2024

Uppskerubrestur á kartöflum

Kartöflubændur við Eyjafjörð hafa lent í skakkaföllum út af hreti í byrjun sumar...

Kæra hótanir
Fréttir 8. október 2024

Kæra hótanir

Tveir einstaklingar hafa verið kærðir til lögreglu fyrir hótanir í garð eftirlit...

Mikill áhugi á íbúðum
Fréttir 7. október 2024

Mikill áhugi á íbúðum

Þrettán umsóknir um sex íbúðir á Kirkjubæjarklaustri bárust íbúðarfélagi Brákar.

Þrjár efstu frá sama bæ
Fréttir 7. október 2024

Þrjár efstu frá sama bæ

Fjórtán hryssur hljóta heiðursverðlaun fyrir afkvæmi í ár. Þrjár efstu hryssurna...