Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Myndin sem lenti í 1. sæti kom frá Hildu Pálmadóttur. Kálfarnir Rósa og Drós ásamt kettinum Steypu í fjósinu á Stóra-Ármóti. Ljósmyndari er bróðir Hildu, Reynir Pálmason.
Myndin sem lenti í 1. sæti kom frá Hildu Pálmadóttur. Kálfarnir Rósa og Drós ásamt kettinum Steypu í fjósinu á Stóra-Ármóti. Ljósmyndari er bróðir Hildu, Reynir Pálmason.
Fréttir 11. júní 2020

Kálfarnir Rósa og Drós ásamt kettinum Steypu í fyrsta sæti

Um 60 myndir og myndbönd bárust í myndasamkeppni Lands­sambands kúabænda sem haldin var í samstarfi við Mjólkur­samsöluna í tilefni af alþjóðlega mjólkurdeginum 1. júní síðastliðinn. Birtu þátttakendur myndir og myndbönd á hinum ýmsu samfélagsmiðlum og merktu þær #Drekkummjólk og #WorldMilkDay til að komast í pottinn.

„Það voru margar mjög skemmtilega myndir sendar inn og vil ég þakka fyrir góða þátttöku og óska vinningshöfum hjartanlega til hamingju. Verkefnið mæltist vel fyrir svo það er ekki útilokað að við endurtökum leikinn að ári,“ sagði Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri LK.

Hér má sjá myndir sem skipuðu þrjú efstu sætin en fleiri myndir úr samkeppninni er að finna á heimasíðu LK, naut.is.

Hilda Pálmadóttir. Kálfarnir Rósa og Drós ásamt kettinum Steypu í fjósinu á Stóra-Ármóti. Ljósmyndari er bróðir Hildu, Reynir Pálmason.

Myndin sem lenti í öðru sæti. Hrönn ræðir við kvíguna Sölku í Káraneskoti. Myndasmiður er dóttir Jóhönnu og móðir Hrannar, Lovísa Ólöf Guðmundsdóttir.

Jóhanna Hreinsdóttir. Hrönn, dótturdóttir hennar, ræðir við kvíguna Sölku í Káraneskoti. Myndasmiður er dóttir Jóhönnu og móðir Hrannar, Lovísa Ólöf Guðmundsdóttir.

Sigurjón Helgason. Kvígan Steypa og móðirin Katrín á Mel í Borgarbyggð. Mynd; Sigurjón Helgason.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...