Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Staðsetning býgarða á Ísland 2016 til 2021.
Staðsetning býgarða á Ísland 2016 til 2021.
Fréttir 23. júlí 2021

Kalt vor og óvissa með flug setti strik í reikninginn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Vorið og fyrri hluti sumars var kalt. Auk þess sem óvíst var með flug vegna Covid-19 og því hefur ríkt ákveðin óvissa meðal býflugnaræktenda á landinu um ræktunina í sumar.

„Kuldinn í vor og fyrrihluta sumars hefur vissulega sett strik í reikninginn þegar kemur að býflugnarækt sumarsins,“ segir Egill Rafn Sigurgeirsson, formaður Býflugnaræktendafélags Íslands, „en að sjálfsögðu erum við vongóð um að úr rætist.“

Óvíst með flug

„Óvissa með beint flug frá Arlanda í Svíþjóð með flugur leystist ekki fyrr en fyrir nokkrum dögum og býbændur á Álandseyjum gátu ekki afgreitt okkur um nema 24 býpakka þrátt fyrir að eftirspurn hafi verið mun meiri.“ Einar segir að í dag séu eitt hundrað býræktendur á landinu með um 150 bú.

„Búin er að finna um nánast allt land að Suðausturlandi undanskildu en flest þeirra eru á Suðurlandi.“ Hann segir að konur séu í meiri hluta þegar kemur að ræktendum.

Erfitt að meta horfurnar

Egill segir að erfitt sé að meta horfur býræktarinnar í sumar. „Við fengum fáa pakka afgreidda en ræktendur eru búnir að búa til 20 afleggjara. Í fyrra voru afleggjararnir 40 og þá fengum við rúmlega 600 kíló af hunangi. Það má því alveg búast við minni uppskeru í ár.“

Skylt efni: býflugur

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...