Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Staðsetning býgarða á Ísland 2016 til 2021.
Staðsetning býgarða á Ísland 2016 til 2021.
Fréttir 23. júlí 2021

Kalt vor og óvissa með flug setti strik í reikninginn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Vorið og fyrri hluti sumars var kalt. Auk þess sem óvíst var með flug vegna Covid-19 og því hefur ríkt ákveðin óvissa meðal býflugnaræktenda á landinu um ræktunina í sumar.

„Kuldinn í vor og fyrrihluta sumars hefur vissulega sett strik í reikninginn þegar kemur að býflugnarækt sumarsins,“ segir Egill Rafn Sigurgeirsson, formaður Býflugnaræktendafélags Íslands, „en að sjálfsögðu erum við vongóð um að úr rætist.“

Óvíst með flug

„Óvissa með beint flug frá Arlanda í Svíþjóð með flugur leystist ekki fyrr en fyrir nokkrum dögum og býbændur á Álandseyjum gátu ekki afgreitt okkur um nema 24 býpakka þrátt fyrir að eftirspurn hafi verið mun meiri.“ Einar segir að í dag séu eitt hundrað býræktendur á landinu með um 150 bú.

„Búin er að finna um nánast allt land að Suðausturlandi undanskildu en flest þeirra eru á Suðurlandi.“ Hann segir að konur séu í meiri hluta þegar kemur að ræktendum.

Erfitt að meta horfurnar

Egill segir að erfitt sé að meta horfur býræktarinnar í sumar. „Við fengum fáa pakka afgreidda en ræktendur eru búnir að búa til 20 afleggjara. Í fyrra voru afleggjararnir 40 og þá fengum við rúmlega 600 kíló af hunangi. Það má því alveg búast við minni uppskeru í ár.“

Skylt efni: býflugur

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...