Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hér má sjá útungunarvélarnar hjá fyrirtæki Nils Steinsland. Um 90 prósent af útungunareggjum sem koma til Íslands eru frá Noregi, en ef ekki tekst að fá afhent þaðan er einnig sent frá Danmörku og Finnlandi.
Hér má sjá útungunarvélarnar hjá fyrirtæki Nils Steinsland. Um 90 prósent af útungunareggjum sem koma til Íslands eru frá Noregi, en ef ekki tekst að fá afhent þaðan er einnig sent frá Danmörku og Finnlandi.
Mynd / Kine Hansen Wiik.
Fréttir 25. júní 2019

Kannabalismi er mjög sjaldgæft fyrirbæri

Höfundur: Erla H. Gunnarsdóttir
Nils Steinsland á og rekur útungunarstöðina Steinsland & Co í Bryne í Rogalandi í Noregi og hefur verið eini afhendingar- og söluaðili á Lohmann LSL Classic-hænum í Noregi og til Íslands frá árinu 1994. Hann segir kannibalisma afar sjaldgæfan hjá varphænum en þó hafi komið upp nokkur tilfelli í Rogalandi og nú síðast í Harðangursfirði. Með réttum ráðstöfunum sé yfirleitt hægt að snúa við hegðun dýranna. 
 
Lohmann-kynið kaupir Nils frá Þýskalandi en árlega klekjast út um tvær og hálf milljónir hænsna hjá Steinsland & Co, eða um 70 prósent af öllum hænum í Noregi. 
 
„Við höfum verið eini afhendingar- og söluaðili á Lohmann-hænum í Noregi og á Íslandi í 25 ár. Frá 1995 höfum við afhent útungunaregg til foreldradýranna til Íslands. Eftir minni bestu kunnáttu hafa allar hænur á Íslandi verið Lohmann-hænur frá þessum tíma. Samkvæmt Geir Gunnari Geirssyni upplifa hænsnabændur á Íslandi ekki vandamál varðandi kannibalisma, hvorki nú né áður fyrr en á Íslandi hefur Lohmann-kynið verið notað í fjölda ára og gengið að öllu leyti vel,“ útskýrir Nils Steinsland.
 
Fjaðraplokk algengara afbrigði
 
Nils segir kannibalisma vera mjög sjaldgæft fyrirbæri í dag og þegar það gerist sé það samspil nokkurra ólíkra þátta sem komi ferlinu af stað og viðhaldi því. 
 
„Hreinn kannibalismi á sér mjög sjaldan stað. Eins og stóð í grein í síðasta Bændablaði þá hafa síðustu misseri komið upp nokkur tilfelli í Rogalandi. Í þeim tilfellum komust fagaðilar að því að skortur var á salti í fóðri, við greiningu var það 0,10 en hefði átt að vera 0,16 sem er mjög mikilvægt í þessu samhengi. Þar náðum við að gera ráðstafanir eftir nokkra daga þannig að ástandið varð aðeins betra. Áður en þessi tilfelli komu upp eru mörg ár síðan við höfum séð hreinan kannibalisma,“ segir Nils og bætir við:
„Mildara afbrigði af kannibalisma er fjaðraplokk og það kemur fyrir í öllum löndum óháð erfðafræðilegu upphafi en á sér þá stað hjá litlum hluta flokksins. Þegar svo alvarlegur kannibalismi kemur upp að aflífa þurfi allan flokkinn þá er það vanalega samspil nokkurra þátta sem kemur því af stað. Það getur verið stærð á flokknum, fóður, ljós, hreinlæti, erfðir og fleira.“
 
 Tilfelli með hökkun í fætur
 
Hannele Hestetun, ráðgjafi hjá samvinnufélagi bænda, Nortura, segir árásargjarnan kannibalisma sem ekki tekst að róa niður eða stöðva vera mjög óalgengt fyrirbæri. Um 360 eggjaframleiðendur selja afurðir sínar til Nortura sem framleiða um 47 þúsund tonn af eggjum á ári. 
 
Nils Steinsland.
„Um 20 prósent af eggjum sem við fáum afhent koma frá búrhænum en restin frá lausagönguhænum eða úr lífrænni ræktun. Kannibalismi er afar sjaldgæfur en getur þó átt sér stað bæði hjá lausagönguhænum og þeim sem eru í búrum. Síðastliðið ár hafa verið nokkur tilfelli af því að hænurnar hakka í fætur á hver annarri en hökkun sem á sér stað í afturenda dýranna er sjaldgæfari en alvarlegri. Við vitum um nokkra bændur sem hafa átt í vandræðum með þetta en vanalega lagast ástandið í kringum þann tíma sem hænurnar ná kynþroskaaldri en þó er það ekki algilt. Þessi hegðun á sér stað vegna taugaveiklunar eða að það er of mikið stress í hópnum sem getur komið til af meðal annars of mikilli lýsingu eða að röng lýsing er viðhöfð eins og flöktandi ljós, galli er í fóðri eins og of lítið saltinnihald og eða aðstæður við útungun og fyrstu ævivikur dýranna,“ segir Hannele Hestetun.
Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...