Kannabalismi er mjög sjaldgæft fyrirbæri
Nils Steinsland á og rekur útungunarstöðina Steinsland & Co í Bryne í Rogalandi í Noregi og hefur verið eini afhendingar- og söluaðili á Lohmann LSL Classic-hænum í Noregi og til Íslands frá árinu 1994. Hann segir kannibalisma afar sjaldgæfan hjá varphænum en þó hafi komið upp nokkur tilfelli í Rogalandi og nú síðast í Harðangursfirði.