Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Kannabisgróðurhúsið verður í Óðinsvéum
Fréttir 29. desember 2017

Kannabisgróðurhúsið verður í Óðinsvéum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ákveðið hefur verið að gróðurhús Det danske cannabis-projekt, Spectrum Cannabis Danmark, verði staðsett í Óðinsvéum á Fjóni. Í gróðurhúsinu verður fyrsta löglega hampræktin í Danmörku.


Danska þingið samþykkti fyrr á þessu ári að danskir bændur geti, að uppfylltum skilyrðum, fengið leyfi til að rækta kannabis sem nota á í lækningaskyni.

Þann 1. janúar 2018 næstkomandi taka gildi lög í Danmörku sem leyfa sjúklingum að nota, undir eftirliti lækna, kannabis til að lina þjáningar.

Húsnæði ræktunarstöðvarinnar og rannsóknarstöðvar henni tengdri verður 40.000 fermetrar að flatarmáli. Fyrirtækið Spectrum Cannabis er í eigu kanadísks fyrirtækis, Canopy Growth, og hins danska Danish Cannabis.

Fáist öll tilskilin leyfi til reksturs gróðurhússins getur fyrirtækið boðið vöru sína, þurrkuð blóm, hampolíu og hamp í hylkjum í upphafi árs 2019. Þangað til mun það flytja inn hamp til lækninga frá Kanada.

Strangar öryggiskröfur eru gerðar í kringum framleiðsluna og engu minni en gerðar eru til banka, sprengiefnageymslu eða öryggisfangelsis.

Borgarstjórinn í Óðinsvéum segist vera hæstánægður með að fá starfsemina til borgarinnar og treysti því að fyrirtækið muni standast allar kröfur sem gerðar verða til þess. Talsmenn Spectrum Cannabis Danmark segja að Óðinsvé sé tilvalinn staður fyrir starfsemina. Gert er ráð fyrir að starfsmenn fyrirtækisins verði 125.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...