Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Karl í púltu. „Maðurinn stendur varnarlaus gagnvart náttúruöflunum hvað þá fjármála- og tryggingarfyrirtæki, auk þess sem ríkjandi og galin hugmyndafræði hvetur til að reyna á þolmörk heimsins hvað varðar eyðileggingu.“
Karl í púltu. „Maðurinn stendur varnarlaus gagnvart náttúruöflunum hvað þá fjármála- og tryggingarfyrirtæki, auk þess sem ríkjandi og galin hugmyndafræði hvetur til að reyna á þolmörk heimsins hvað varðar eyðileggingu.“
Fréttir 27. október 2017

Karl Bretaprins hvetur til aðgerða til verndunar hafsins

Höfundur: Vilmundur Hansen

Karl prins dregur í efa að hægt sé að líta á mannkynið sem skynsemisveru þar sem ákvarðanir þess eru næstum því eingöngu drifnar áfram af gróðasjónarmiðum.

Okkar maður í Bretlandi segir löngu tímabært að grípa til aðgerða til að draga úr mengun sjávar og að hann muni í framtíðinni leggja sitt af mörkum í baráttunni til að vernda hafið.

Karl segir að plastmengun í hafi sé gríðarleg og fagnar aukinni vitund almennings um vandamálið. Hann harmar jafnframt hversu litla athygli hafið og mengun þess hefur fengið og hversu lítið hefur verið gert til að draga úr mengun hafsins undanfarna áratugi. Prinsinn kallar eftir aðgerðum til varnar vistkerfi hafsins.

Skeytinga- og ábyrgðarleysi

Í ráðstefnu Evrópusambandsins, Our Oceans, sem haldin var á Möltu 5. til 6. október síðastliðinn, lýsti prinsinn vaxandi áhyggjum sínum yfir skeytinga- og ábyrgðarleysi stjórnvalda þegar kemur að ákvarðanatöku sem tengjast umhverfismálum. Hann sagðist reyndar vera farinn að efast um að það væri lengur hægt að líta á manninn sem tegund sem skynsemisveru þar sem ákvarðanir hennar séu nánast eingöngu drifnar áfram út frá gróðasjónarmiðum.

Mannkynið varnarlaust gegn náttúruöflunum

Karl gagnrýndi Trump Bandaríkja­forseta í ræðu sinni fyrir að neita að skrifa undir Loftslagssamning Sameinuðu þjóðanna. Hann sagði að fellibylirnir í Bandaríkjunum undanfarið væru einungis fyrirboði þess sem ætti eftir að koma. „Maðurinn stendur varnarlaus gagnvart náttúruöflunum hvað þá fjármála- og tryggingarfyrirtæki, auk þess sem ríkjandi og galin hugmyndafræði hvetur til að reyna á þolmörk heimsins hvað varðar eyðileggingu.“

Vistkerfi hafsins viðkvæmt

Karl, sem lengi hefur talað fyrir verndun regnskóganna, sagði að verndun hafsins væri honum ekki síður hugleikið en verndun regnskóganna. „Við ættum að fagna því að almenningur sé farinn að gera sér grein fyrir því að verndun hafsins sé ekki síður mikilvæg en verndun regnskóganna. Ég efast reyndar um að við gerum okkur enn grein fyrir því hversu viðkvæmt vistkerfi hafsins er í raun og veru og við verðum að forðast að líta á hafið eingöngu sem uppsprettu auðs.

Milljarðar evra til umhverfismála

Á ráðstefnunni var því lýst yfir að Evrópusambandið ætlaði að leggja ríflega 550 milljón evrur, um 68 milljarða íslenskra króna, til verkefna sem eiga að stuðla að verndun hafsins. Þar á meðal eru verkefni sem eiga að draga úr sjóræningjaveiðum, magni plasts í hafinu og gervihnöttum til eftirlits á hafinu. 

Smáforrit til að panta sæðingar
Fréttir 6. janúar 2025

Smáforrit til að panta sæðingar

Smáforritið Fang, sem er notað fyrir pantanir á sæðingum og skráningar fyrir frj...

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins
Fréttir 6. janúar 2025

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins

Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formað...

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti
Fréttir 6. janúar 2025

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti

Gagnkvæm viðurkenning er nú á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands o...

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...