Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Kaupfélag Skagfirðinga flýtir slátrun
Fréttir 1. ágúst 2019

Kaupfélag Skagfirðinga flýtir slátrun

Höfundur: Vilmundur Hansen

KS hefur ákveðið að flýta lambaslátrun um viku til að mæta þörfum markaðarins fyrir lambakjöti. Slátrun hjá KS mun því hefjast 9. ágúst næst komandi og mun nýtt lambakjöt verða komið í verslanir 12. ágúst næst komandi.

Ágúst Andrésson, forstöðumaður Kjötafurðasviðs Kaupfélags Skagfirðinga, sagði í samtali við Bændablaðsins ekki enn ákveðið hversu mörgum lömbum verður slátrað fyrstu vikuna en að ákveðið hafi verið áður að slátra tíu til tólf þúsund lömbum frá 15. ágúst þar til að hefðbundin sláturvertíð hefst í byrjun september.


„Sláturhús Kaupfélags Vestur-Húnvetninga á Hvammstanga hefur á undanförnum árum slátrað svo kallaðri forslátrun og byrjað hana um miðjan ágúst. Til þess hefur sú slátrun fyrst og fremst verið fyrir Ameríkumarkað. Í ljósi aðstæðna núna og kalli markaðarins hefur verið ákveðið að flýta slátruninni um viku og fer kjötið að þessu sinni á innanlandsmarkað.“

Ágúst segir að slátrunin sé að sjálfsögðu háð því að bændur séu tilbúnir að koma með fé til slátrunar á þessum tíma. 

 

 

Einokun og afleit þjónusta
Fréttir 15. ágúst 2024

Einokun og afleit þjónusta

Viðvarandi skortur á framboði á koltvísýringi hefur haft áhrif á garðyrkju- fram...

Norrænt samstarf um fæðuöryggi
Fréttir 6. ágúst 2024

Norrænt samstarf um fæðuöryggi

Norðurlöndin hafa tekið upp formlegt samstarf á sviði fæðuöryggis.

Greina þörf á tæknilausnum
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir ...

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...

Stórþörungar í matvæli
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunu...

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...