Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Kaupfélagið: Jón Gnarr ræðir um bílljósanotkun og landnám Íslands
Mynd / TB
Fréttir 5. apríl 2020

Kaupfélagið: Jón Gnarr ræðir um bílljósanotkun og landnám Íslands

Höfundur: Ritstjórn

Jón Gnarr hefur dvalið á óðali sínu í Skorradalnum síðustu tvær vikurnar, fjarri öllu kórónufári í sjálfskipaðri útlegð frá höfuðstaðnum. Hann sætir lagi og mætir í hlaðvarpsstúdíó Bændablaðsins á milli apríllægða þar sem hann hleður í hnausþykkan páskaþátt. Jón ræðir um tvö mikilvæg hugðarefni sín: bílljósanotkun og landnám Íslands.

Jón dregur í efa að Ingólfur Arnarson hafi verið í hringabrynju þegar hann kom hingað til lands og enn síður að hann hafi staðið í stafni á skipi sínu með atgeir og hjálm eins og styttan fyrir utan Hallgrímskirkju gefur til kynna. „Hver siglir í kringum Ísland með járnhjálm á höfðinu? Ekki nokkur einasti heilvita maður! Hjálmur er eitt það versta sem þú getur verið með á hausnum í pusi þegar skvettist yfir þig sjór. Hjálmur er ekki að verja þig neitt og hann er úr járni sem verður ógeðslega kalt. Ég er ekki að segja að Ingólfur hafi ekki getað átt svona hjálm, einhversstaðar í tösku á knerrinum sínum, einn hjálm og mögulega eina hringabrynju.“

Hægt er að heimsækja Kaupfélagið í öllum helstu hlaðvarpsveitum eða í spilaranum hér undir.

Norrænt samstarf um fæðuöryggi
Fréttir 6. ágúst 2024

Norrænt samstarf um fæðuöryggi

Norðurlöndin hafa tekið upp formlegt samstarf á sviði fæðuöryggis.

Greina þörf á tæknilausnum
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir ...

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...

Stórþörungar í matvæli
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunu...

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.